Vegan rabarbarapæ

Heimskringlan kaffihús reykholt borgarfjörður borgarfirði ingibjörg krisleifsdóttir vegan rabarbara rabbarbari rabarbarakaka eggjalaust mjólkurlaust kaffimeðæti halldór laufeyjarís
Vegan-rabarbarapæ

Vegan rabarbarapæ. Á kaffihúsinu Heimskringlu í Reykholti er boðið upp á hið klassíska rabarbarapæ og líka í vegan útgáfu. Ingibjörg vert veitti góðfúslegt leyfi til að birta uppskriftina:

Veganið er alveg eins og þitt nema 2 dl af jurtaoliu í stað smjörs og 1 dl eplamús í stað eggja. Hef líka notað banana en hann stelur svolítið bragðinu. Svo stráum við við stundum púðursykri yfir eða kókosmjöli og hlynsírópi til að fá kröns. Gaman að leika sér með allskonar. Já og svo drussa ég smá rabarbarasýrópi yfir og hef kúlu af Laufeyjarís með og allir eru algjörlega undantekningalaust hrifnir og þakklátir.

RABARBARAPÆ Alberts

Rabarbari ca 4-5 leggir

2 dl jurtaolía

1 dl sykur

1 tsk lyftiduft

2 dl hveiti

1 tsk vanilla eða vanillusykur

1 dl eplamús

Skolið rabarbarann og hreinsið, brytjið í 1-2 cm þykkar sneiðar. Setjið í eldfast form, vel botnfylli eða að vild.

Blandið olíu, þurrefnunum og eplamús saman. Hellið deiginu yfir rabarbarann. Bakið við 170°C í 25-30 mín eða þangað til pæið er orðið gulleitt að ofan. Berið fram með rjóma eða ís.

 

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hvítlauksbrauð með ostasalati

Hvítlauksbrauð með ostasalati. Brauðið og ostasalatið útbjó Berglind vinkona mín fyrir blað Franskra daga, þegar saumaklúbburinn hennar bauð lesendum upp á ca 35þús einstaklega bragðgóðar hitaeiningar á þremur blaðsíðum

Rolo ostaterta

Rolo ostaterta. Í stórafmæli á dögunum voru allmargir gestir beðnir að koma með kökur og annað meðlæti með kaffinu. Veitingarnar voru síðan settar á stórt hlaðborð. Ein af þeim tertum sem stóðu uppúr var hálffrosin Rolo ostaterta sem Guðný útbjó eftir uppskrift frá Maríu systur sinni. María símaði til mín uppskriftina frá Neskaupstað. Þessi uppskrift birtist fyrst í Gestgjafanum en er hér lítillega breytt.

Að bóna gólf

Heimilisalmanak IMG_1288

Að bóna gólf. Nægilegt er að bóna gólfið tvisvar til þrisvar í viku. Fyrst er gólfið sópað, því næst er borið á það með þunnum línklút, síðan nuddað með bónkúst, þar til það er gljáandi eða með ullarklút, sem látinn er undir gólfkúst. Við gólflistana og kringum fætur á húsgögnum verður að nudda með höndunum