Vegan rabarbarapæ

Heimskringlan kaffihús reykholt borgarfjörður borgarfirði ingibjörg krisleifsdóttir vegan rabarbara rabbarbari rabarbarakaka eggjalaust mjólkurlaust kaffimeðæti halldór laufeyjarís
Vegan-rabarbarapæ

Vegan rabarbarapæ. Á kaffihúsinu Heimskringlu í Reykholti er boðið upp á hið klassíska rabarbarapæ og líka í vegan útgáfu. Ingibjörg vert veitti góðfúslegt leyfi til að birta uppskriftina:

Veganið er alveg eins og þitt nema 2 dl af jurtaoliu í stað smjörs og 1 dl eplamús í stað eggja. Hef líka notað banana en hann stelur svolítið bragðinu. Svo stráum við við stundum púðursykri yfir eða kókosmjöli og hlynsírópi til að fá kröns. Gaman að leika sér með allskonar. Já og svo drussa ég smá rabarbarasýrópi yfir og hef kúlu af Laufeyjarís með og allir eru algjörlega undantekningalaust hrifnir og þakklátir.

RABARBARAPÆ Alberts

Rabarbari ca 4-5 leggir

2 dl jurtaolía

1 dl sykur

1 tsk lyftiduft

2 dl hveiti

1 tsk vanilla eða vanillusykur

1 dl eplamús

Skolið rabarbarann og hreinsið, brytjið í 1-2 cm þykkar sneiðar. Setjið í eldfast form, vel botnfylli eða að vild.

Blandið olíu, þurrefnunum og eplamús saman. Hellið deiginu yfir rabarbarann. Bakið við 170°C í 25-30 mín eða þangað til pæið er orðið gulleitt að ofan. Berið fram með rjóma eða ís.

 

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.