Vegan rabarbarapæ. Á kaffihúsinu Heimskringlu í Reykholti er boðið upp á hið klassíska rabarbarapæ og líka í vegan útgáfu. Ingibjörg vert veitti góðfúslegt leyfi til að birta uppskriftina:
Veganið er alveg eins og þitt nema 2 dl af jurtaoliu í stað smjörs og 1 dl eplamús í stað eggja. Hef líka notað banana en hann stelur svolítið bragðinu. Svo stráum við við stundum púðursykri yfir eða kókosmjöli og hlynsírópi til að fá kröns. Gaman að leika sér með allskonar. Já og svo drussa ég smá rabarbarasýrópi yfir og hef kúlu af Laufeyjarís með og allir eru algjörlega undantekningalaust hrifnir og þakklátir.
RABARBARAPÆ Alberts
Rabarbari ca 4-5 leggir
2 dl jurtaolía
1 dl sykur
1 tsk lyftiduft
2 dl hveiti
1 tsk vanilla eða vanillusykur
1 dl eplamús
Skolið rabarbarann og hreinsið, brytjið í 1-2 cm þykkar sneiðar. Setjið í eldfast form, vel botnfylli eða að vild.
Blandið olíu, þurrefnunum og eplamús saman. Hellið deiginu yfir rabarbarann. Bakið við 170°C í 25-30 mín eða þangað til pæið er orðið gulleitt að ofan. Berið fram með rjóma eða ís.