Í kaffiveislu hjá Guðrúnu á Mýri

túnfíflavín vín úr túnfíflum þórunn grasakona Albert, Sigrún Hringsdóttir, María Sigurðardóttir, Páll Guðrún Sveinbjörnsdottir, Elín Baldvinsdottir, Kristín Ketilsdottir og Svanhildur Sigtryggsdóttir Mýri bárðardalur kvenfélag kvenfélagið bárðdælinga Sigríður Baldursdóttir íslenskt kaffiveisla kaffiboð
Albert, Sigrún Hringsdóttir, María Sigurðardóttir, Páll, Bergþór, Svanhildur Sigtryggsdóttir, Kristín Ketilsdottir, Elín Baldvinsdottir og Guðrún Sveinbjörnsdottir. Á myndina vantar Sigríði Baldursdóttur

Í kaffiveislu hjá Guðrúnu á Mýri

Í vetur hittum við kvenfélagskonur úr Bárðardal sem brugðu sér í menningar- og skemmtiferð til Reykjavíkur. Guðrún Sveinbjörnsdóttir á Mýri tók af okkur loforð að koma við í Bárðardal næst þegar við færum um landið. Þegar okkur bar að garði á föstudaginn var hún búin að bjóða nokkrum kvenfélagskonum að drekka með okkur kaffið. Það voru verulega undrandi ferðalangar sem hittu þessar glaðlegu konur aftur og óvænt – sannkallaðir fagnaðarfundir. Guðrún bakaði og útbjó heil ósköp af góðgæti sem hún lagði listafallega á borðið.

#sumarferðalag12/15 — ÍSLENSKTKVENFÉLÖGKAFFIBOÐ

.

Glæsilegt kaffiborð á Mýri í Bárðardal

Dagrúnarkaka var þeirra útgáfa af snúðakökunni góðu sem smakkaðist afar vel eins og allt hitt. Þykkt heimasteikt flatbrauð með heimareyktu hangikjöti, reyktur silungur með nýbökuðum gerbollum, frómas með muldum marengs út í og ég veit bara ekki hvað og hvað. Líflegar umræður gerði kaffiboð enn betra. Fyrst var skálað í hollum grasadrykk sem byggður er á uppskrift Þórunnar grasakonu og í lokin var dreypt á túnfíflavíni. Svei mér þá ef þetta ástarsamband okkar við bárðdælsku kvenfélagskonurnar endar ekki með því að við förum á þorrablótið í dalnum….

Ferðalangarnir Bergþór, Páll og Albert með Guðrúnu á Mýri
Guðrún og eiginmaður hennar Tryggvi Höskuldsson við enda borðsins
Svanhildur, Kristín og Elín
Albert, Sigrún, María og Páll

.

#sumarferðalag12/15 — ÍSLENSKTKVENFÉLÖGKAFFIBOÐ

— Í KAFFIVEISLU HJÁ GUÐRÚNU Á MÝRI —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.