Í kaffiveislu hjá Guðrúnu á Mýri

túnfíflavín vín úr túnfíflum þórunn grasakona Albert, Sigrún Hringsdóttir, María Sigurðardóttir, Páll Guðrún Sveinbjörnsdottir, Elín Baldvinsdottir, Kristín Ketilsdottir og Svanhildur Sigtryggsdóttir Mýri bárðardalur kvenfélag kvenfélagið bárðdælinga Sigríður Baldursdóttir íslenskt kaffiveisla kaffiboð
Albert, Sigrún Hringsdóttir, María Sigurðardóttir, Páll, Bergþór, Svanhildur Sigtryggsdóttir, Kristín Ketilsdottir, Elín Baldvinsdottir og Guðrún Sveinbjörnsdottir. Á myndina vantar Sigríði Baldursdóttur

Í kaffiveislu hjá Guðrúnu á Mýri

Í vetur hittum við kvenfélagskonur úr Bárðardal sem brugðu sér í menningar- og skemmtiferð til Reykjavíkur. Guðrún Sveinbjörnsdóttir á Mýri tók af okkur loforð að koma við í Bárðardal næst þegar við færum um landið. Þegar okkur bar að garði á föstudaginn var hún búin að bjóða nokkrum kvenfélagskonum að drekka með okkur kaffið. Það voru verulega undrandi ferðalangar sem hittu þessar glaðlegu konur aftur og óvænt – sannkallaðir fagnaðarfundir. Guðrún bakaði og útbjó heil ósköp af góðgæti sem hún lagði listafallega á borðið.

#sumarferðalag12/15 — ÍSLENSKTKVENFÉLÖGKAFFIBOÐ

.

Glæsilegt kaffiborð á Mýri í Bárðardal

Dagrúnarkaka var þeirra útgáfa af snúðakökunni góðu sem smakkaðist afar vel eins og allt hitt. Þykkt heimasteikt flatbrauð með heimareyktu hangikjöti, reyktur silungur með nýbökuðum gerbollum, frómas með muldum marengs út í og ég veit bara ekki hvað og hvað. Líflegar umræður gerði kaffiboð enn betra. Fyrst var skálað í hollum grasadrykk sem byggður er á uppskrift Þórunnar grasakonu og í lokin var dreypt á túnfíflavíni. Svei mér þá ef þetta ástarsamband okkar við bárðdælsku kvenfélagskonurnar endar ekki með því að við förum á þorrablótið í dalnum….

Ferðalangarnir Bergþór, Páll og Albert með Guðrúnu á Mýri
Guðrún og eiginmaður hennar Tryggvi Höskuldsson við enda borðsins
Svanhildur, Kristín og Elín
Albert, Sigrún, María og Páll

.

#sumarferðalag12/15 — ÍSLENSKTKVENFÉLÖGKAFFIBOÐ

— Í KAFFIVEISLU HJÁ GUÐRÚNU Á MÝRI —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Matarborgin Búdapest

Matarborgin Búdapest. Kannski kemur höfuðborg Ungverjalands ekki fyrst upp í hugann þegar hugsað er um mat og matarmenningu erlendis, EN hún kemur verulega á óvart, þar má fá fjölbreyttan og þjóðlegan mat frá öllum héruðum Ungverjalands. Alveg ótrúlega góður matur og þeir eru frægir fyrir margt fleira en ungverska gúllassúpu. Systur mínar, Árdís og Vilborg og ég, teiguðum ungverska vorið á dögunum með mömmu og nutum hverrar stundar.  Það var ánægjulegt að upplifa hversu stoltir Ungverjar eru af sínum mat, mjög víða voru ungverskir réttir á boðstólnum í bland við aðra.

Kanntu þig á netinu? Nokkrir fasbókarnetsiðir

Kanntu þig á netinu? Nokkrir fasbókarnetsiðir.  Facebook er einn vinsælasti samfélagsmiðillinn hér á landi og langflestir Íslendingar eru skráðir þar. Eflaust er þetta eitt af þessum frægu heimsmetum okkar miðað við höfðatölu.

Langflestir tala um Facebook, en ætli besta íslenska orðið sé ekki fasbók. Fas er gamalt orð yfir andlit sem einnig táknar fas; prúðmennsku, asa, látalæti og framkomu. Fés og smetti eru aftur á móti niðrandi orð, sem eru einstaklega óviðeigandi um fólk.

Margir átta sig ekki á því að fasbókin ljóstrar ýmsu upp um okkur, sérstaklega fas! Sumir eru alltaf gleðigjafar, aðrir meira og minna í fýlu. Það er gaman að svala forvitni sinni á fasbókinni. Sumir eru virkir, en ýmsir fylgjast með og láta lítið yfir sér.

Netsiðir eru einskonar mannasiðir á netinu, svolítið eins og óformlegar siðareglur í daglega lífinu.

Grænmetisætur fá síður ristilkrabbamein

Samloka

Grænmetisætur fá síður ristilkrabbamein

Það er margt gott við að borða grænmeti og nú bætist enn í sarpinn. Samkvæmt nýrri rannsókn eru grænmetisætur mun ólíklegri til að fá krabbamein í ristil og endaþarm miðað við þá sem borða það sem flestir Íslendingar skilgreina sem venjulega fæðu.