Matarþáttur Húsfreyjunnar
Í vel á þriðja ár hef ég séð um matarþátt Húsfreyjunnar sem Silla Páls hefur myndað af mikilli natni. Nú er komið að tímamótum og við höfum skilað af okkur efninu í síðasta matarþáttinn. Jafnréttið verður að ganga í báðar áttir, í sjötíu ára sögu Húsfreyjunnar fæ ég þann heiður að vera fyrsti karlmaðurinn til að skrifa í blaðið. Allt hefur þetta verið hið ánægjulegasta viðfangsefni. Auk þess að birta fjölmargar uppskriftir í hverju blaði, haldið jólaboð og dömuboð, hafa verið pistlar um kurteisi, góða siði og ýmislegt annað. Bestu þakkir fyrir mig, Silla ljósmyndari, Kristín Linda ritstjóri og ritnefnd Húsfreyjunnar.
.
— NOKKRAR AF MYNDUM SILLU — HÚSFREYJAN — SÆTABRAUÐSDRENGIRNIR — ÁVEXTIR MEÐ DAIMRJÓMA —
.
.
— NOKKRAR AF MYNDUM SILLU — HÚSFREYJAN — SÆTABRAUÐSDRENGIRNIR — ÁVEXTIR MEÐ DAIMRJÓMA —
.