Matarþáttur Húsfreyjunnar

Silla páls ljósmyndri sætabrauðsdrengirnir húsfreyjan tímarit ritnefnd Kristín linda ritstjóri
Albert skenkir Sillu ljósmyndar kaffi

Matarþáttur Húsfreyjunnar

Í vel á þriðja ár hef ég séð um matarþátt Húsfreyjunnar sem Silla Páls hefur myndað af mikilli natni. Nú er komið að tímamótum og við höfum skilað af okkur efninu í síðasta matarþáttinn. Jafnréttið verður að ganga í báðar áttir, í sjötíu ára sögu Húsfreyjunnar fæ ég þann heiður að vera fyrsti karlmaðurinn til að skrifa í blaðið. Allt hefur þetta verið hið ánægjulegasta viðfangsefni. Auk þess að birta fjölmargar uppskriftir í hverju blaði, haldið jólaboð og dömuboð, hafa verið pistlar um kurteisi, góða siði og ýmislegt annað. Bestu þakkir fyrir mig, Silla ljósmyndari, Kristín Linda ritstjóri og ritnefnd Húsfreyjunnar.

.

NOKKRAR AF MYNDUM SILLUHÚSFREYJANSÆTABRAUÐSDRENGIRNIRÁVEXTIR MEÐ DAIMRJÓMA

.

Síðasta myndatakan fyrir matarþátt Húsfreyjunnar fór fram um helgina og Sætabrauðsdrengirnir komu tóku hraustlega til matar síns að lokinni töku
Albert og Silla drekka kaffi í sólinni á svölunum að aflokinni myndatöku. Á borðinu eru ávextir með Daim-rjóma

.

NOKKRAR AF MYNDUM SILLUHÚSFREYJANSÆTABRAUÐSDRENGIRNIRÁVEXTIR MEÐ DAIMRJÓMA

— MATARÞÁTTUR HÚSFREYJUNNAR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.