Eplasprengja frá Húsavík
Með kaffinu hjá eldhressum kvenfélagskonum á Húsavík kom Ína með eplatertu sem er ólík öðrum sem ég hef bragðað á, hún hitar apríkósusultu og hellir yfir hana nýkomna úr ofninum. Mjög góð terta.
— HÚSAVÍK — EPLAKÖKUR — KVENFÉLÖG —
.
Eplasprengja frá Húsavík
150 g smjör
250 g sykur
2 tsk vanillusykur
3 egg
150 g hveiti
1 tsk lyftiduft
5-6 epli
1 dl sykur
1 1/2 tsk kanill
50 g möndluspænir
1 1/2 dl apríkósusulta
2 msk vatn
Hrærið smjör og sykur þar til blandan verður létt og ljós, bætið við eggjunum og hrærið vel á milli. Bætið vanillusykrinum út í, síðan hveiti og lyftidufti.
Setjið í smurt eldfast mót eða tertuform.
Stingið kjarnann úr eplunum og afhýðið. Skerið eplin og raðið ofan á deigið, stráið kanilsykri og möndluspæni þar ofan á.
Bakið við 175°C í 50-55 mín.
Hitið apríkósusultu og vatn og penslið tertuna með því meðan hún er heit.
— HÚSAVÍK — EPLAKÖKUR — KVENFÉLÖG —
.