Fjölskyldugrautur

Fjölskyldugrautur hrísgrjónagrautur hægeldaður grautur Heimir Hægra megin við borðið: Herdís Hulda, Baldur Hrafn, Kjartan, Védís Elsa, Laufey Birna, Adrian og Sólveig Kolbrúnu Övu, Jón Björgvin, Jón Freysteinn, Hulda Steinunn, Anna Valdís, Arnór og Íris Eva Eiríkur Ægir kjartan vilbergsson baldur hrafn kolbrún ava
Vinstra megin við borðið eru Heimir með Kolbrúnu Övu, Jón Björgvin, Jón Freysteinn, Hulda Steinunn, Anna Valdís, Arnór og Íris Eva með Eirík Ægi.

Fjölskyldugrautur

Reglulega og óreglulega höfum við fjölskyldan hist og borðað saman hrísgrjónagraut í hádeginu á laugardögum. Herdís Hulda frænka mín setti inn á fjölskyldusíðuna okkar að þau fjölskyldan væru á leiðinni til Reykjavíkur og langaði að hitta sem flesta. Úr varð hið fjölmennasta boð; þrjátíu manns sem snæddu saman hrísgrjónagraut og kakósúpu. Með kaffinu á eftir voru kornflexkökur, súkkulaðitrufflur möndluterta með ávaxtafrómas.

HRÍSGRJÓNAGRAUTURGRAUTARKAKÓSÚPAMÖNDLUTERTURTRUFFLURKAKÓSÚPA

.

Hægra megin við borðið: Herdís Hulda, Baldur Hrafn, Kjartan, Védís Elsa, Laufey Birna, Adrian og Sólveig

Möndlubotn, bláberjasulta og frómas með mangó, jarðarberjum og ananas

Einar Jarl gleðigjafi var yngsti gesturinn
Gerbollur með fræjum og rósmaríni
Jón Freysteinn, Hulda Steinunn, Sólveig, Anna Valdís og Arnór

HRÍSGRJÓNAGRAUTURGRAUTARKAKÓSÚPAMÖNDLUTERTURTRUFFLURKAKÓSÚPA

— FJÖLSKYLDUGRAUTUR —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.