Kókosbollu riz à l’amande
hægt er hægt að nota hvaða fersku ber sem er og ykkar uppáhalds súkkulaði. MJÖÖÖÖG góður eftirréttur og fínt að hafa hindberjasósu með.
— KÓKOSBOLLUUPPSKRIFTIR — HRÍSGRJÓNAGRAUTUR – JÓLINJÓLIN —
.
Kókosbollu riz à l’amande
3-4 dl rjómi
2 b kaldur hrísgrjónagrautur
1 tsk vanillusykur
3 kókosbollur
2-3 bollar fersk jarðarber
100 g súkkulaði
Safi úr ½ sítrónu
Stífþeytið rjóma, bætið við hrísgrjónagraut, vanillu, kókosbollum, helmningnum af jarðarberjunum, súkkulaði og sítrónusafa og blandið saman með sleikju. Setjið í skálar eða form. Skreytið með restinni af jarðarberjunum og súkkulaði.
Hindberjasósa
1 b frosin hindber
2 tsk sykur
Setjið hindber og sykur í pott og látið suðuna koma upp, slökkvið þá undir og hrærið í.
— KÓKOSBOLLUUPPSKRIFTIR — HRÍSGRJÓNAGRAUTUR – JÓLINJÓLIN —
KÓKOSBOLLUR Á ÍSLANDI. Jórunn Jónsdóttir (1920-1987) byrjaði fyrst allra að framleiða kókosbollur á Íslandi, það var árið 1946. Hún var ung og kraftmikil kona sem tók verslunarpróf og vílaði ekki fyrir sér að stofna sælgætisgerð sem hún nefndi Völu eftir móður sinni, Valgerði Sveinsdóttur. Enn í dag eru kókosbollur framleiddar í sælgætisgerðinni Völu en Jórunn seldi fyrirtækið um miðjan níunda áratuginn.
–
–