Líflegur fjölskylduhittingur með ótrúlega góðum veitingum

pakkaleikur samkvæmisleikur leikir í boðum jólaboð Líflegur fjölskylduhittingur með ótrúlega góðum veitingum Brimnes fáskrúðsfjörður hulda steinsdóttir
Afar skemmtilegur fjölskylduhittingur í hádeginu með ótrúlega góðum veitingum

Líflegur fjölskylduhittingur með ótrúlega góðum veitingum. Fjölskyldan hittist í hádeginu og snæddi saman. Síðan var pakkaleikur og skorið út laufabrauð.

JÓLINBRIMNESSAMKVÆMISLEIKIRLAUFABRAUÐPÁLÍNUBOÐ

Glæsilegt veisluborðið
Grísk jógúrt þeytt með rjóma + múslí og smá síróp
Eftirréttirnir. Brownies með lakkrís, döðlunammi og heitir jólaávextir með negul/karrý/kanil
Jólalegur eftirréttur. Blandið saman 4 msk púðursykur, 2 msk smjör, 1 tsk karrý, 1/2 tsk negull, 1/2 tsk kanill – hitið í potti við lágan hita, hellið yfir ávextina (ferskjur, ananas, apríkóskur og perur) og hitað í ofni

Pakkaleikur undirbúinn. Við prentuðum út heiti jólalaga, annar miðinn var límdur á pakkann en hinn fór í skál sem gestir svo drógu úr og fengu pakkann sem merktur var því sama og stóð á miðanum.
Pakkarnir í pakkaleiknum
Nýsteikt laufabrauð – Páll Bergþórsson – Anna Valdís
Hluti systkinanna með mömmu. Albert, Sólveig, Hulda, Vilborg, Steinn Hrútur og Árdís Hulda.

— LÍFLEGUR FJÖLSKYLDUHITTINGUR —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hábítur í Perlunni – Út í bláinn

Út í bláinn í Perlunni. Efstu hæð Perlunnar í Reykjavík hefur verið breytt mikið, matsölustaðurinn Út í bláinn er sunnan megin og Kaffitár er norðan megin. Já og gólfið snýst núna aðeins á kvöldin. Við skelltum okkur í vel útilátinn hábít í Perlunni á nýja veitingastaðinn Út í bláinn. Hábítur er brunch, eða hádegismatur og árbítur í einu orði.

Tíu mest skoðuðu borðsiðafærslurnar

Tíu mest skoðuðu borðsiðafærslurnar. Í upphafi ársins 2016setti ég mér það markmið að skrifa færslu um borðsiði og birta á föstudögum allt árið. Þetta gekk eftir. Fjölmargir veittu aðstoð, lásu yfir og gáfu góð ráð. Öllu þessu fólki er ég afar þakklátur. Sjálfur hef ég lært mjög margt á þessum skrifum. Þó borðsiðir okkar Íslendinga séu almennt séð mjög góðir er eitt og annað sem má laga.