Líflegur fjölskylduhittingur með ótrúlega góðum veitingum
Afar skemmtilegur fjölskylduhittingur í hádeginu með ótrúlega góðum veitingum
Líflegur fjölskylduhittingur með ótrúlega góðum veitingum. Fjölskyldan hittist í hádeginu og snæddi saman. Síðan var pakkaleikur og skorið út laufabrauð.
Glæsilegt veisluborðiðGrísk jógúrt þeytt með rjóma + múslí og smá sírópEftirréttirnir. Brownies með lakkrís, döðlunammi og heitir jólaávextir með negul/karrý/kanilJólalegur eftirréttur. Blandið saman 4 msk púðursykur, 2 msk smjör, 1 tsk karrý, 1/2 tsk negull, 1/2 tsk kanill – hitið í potti við lágan hita, hellið yfir ávextina (ferskjur, ananas, apríkóskur og perur) og hitað í ofni
Pakkaleikur undirbúinn. Við prentuðum út heiti jólalaga, annar miðinn var límdur á pakkann en hinn fór í skál sem gestir svo drógu úr og fengu pakkann sem merktur var því sama og stóð á miðanum.Pakkarnir í pakkaleiknumNýsteikt laufabrauð – Páll Bergþórsson – Anna ValdísHluti systkinanna með mömmu. Albert, Sólveig, Hulda, Vilborg, Steinn Hrúturog Árdís Hulda.
Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.
Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.
Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.