Líflegur fjölskylduhittingur með ótrúlega góðum veitingum

pakkaleikur samkvæmisleikur leikir í boðum jólaboð Líflegur fjölskylduhittingur með ótrúlega góðum veitingum Brimnes fáskrúðsfjörður hulda steinsdóttir
Afar skemmtilegur fjölskylduhittingur í hádeginu með ótrúlega góðum veitingum

Líflegur fjölskylduhittingur með ótrúlega góðum veitingum. Fjölskyldan hittist í hádeginu og snæddi saman. Síðan var pakkaleikur og skorið út laufabrauð.

JÓLINBRIMNESSAMKVÆMISLEIKIRLAUFABRAUÐPÁLÍNUBOÐ

Glæsilegt veisluborðið
Grísk jógúrt þeytt með rjóma + múslí og smá síróp
Eftirréttirnir. Brownies með lakkrís, döðlunammi og heitir jólaávextir með negul/karrý/kanil
Jólalegur eftirréttur. Blandið saman 4 msk púðursykur, 2 msk smjör, 1 tsk karrý, 1/2 tsk negull, 1/2 tsk kanill – hitið í potti við lágan hita, hellið yfir ávextina (ferskjur, ananas, apríkóskur og perur) og hitað í ofni

Pakkaleikur undirbúinn. Við prentuðum út heiti jólalaga, annar miðinn var límdur á pakkann en hinn fór í skál sem gestir svo drógu úr og fengu pakkann sem merktur var því sama og stóð á miðanum.
Pakkarnir í pakkaleiknum
Nýsteikt laufabrauð – Páll Bergþórsson – Anna Valdís
Hluti systkinanna með mömmu. Albert, Sólveig, Hulda, Vilborg, Steinn Hrútur og Árdís Hulda.

— LÍFLEGUR FJÖLSKYLDUHITTINGUR —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Appelsínu- og súkkulaðiformkaka

Appelsínu- og súkkulaðiformkaka. Signý Sæmundsdóttir bauð í brunch þar var meðal annars ljúffeng baka og þessi formkaka. Fjölmargt annað var á boðstólnum eins og dýrindis ostar, nýbakað brauð, ferskar mjúkar döðlur og rækjusalat. Og ylmandi kaffi ásamt fersku blávatni. Ekki skemmdu skemmtilegar samræður og draumahugleiðngar gestanna fyrir góðri samveru. „Mér finnst gaman að baka formkökur því þær eru tiltölulega einfaldar að gera og skera !!!! Svo finnst mér gaman að hafa sítrus ávexti í kökum og nota í þetta sinni appelsínu."