Auglýsing
Fylltar döðlur með geitaosti döðlur ostur geitaostur
Fylltar döðlur með geitaosti

Fylltar döðlur með geitaosti

Það er kjörið að útbúa döðlurnar kvöldinu áður og láta þær “taka sig” yfir nóttina. Auðvitað þarf ekki að nota geitaost, þið getið notað t.d. mascarpone. Þessi ótrúlega blanda passar einstklega vel saman. Ekki vera hrædd við að setja piparinn saman við sykurinn, ég veit að þetta hljómar einkennilega en trúið mér, þetta er afar gott.

DÖÐLURGEITAOSTUR

.

Fylltar döðlur með geitaosti

1 msk sykur

1/2 tsk grófmalaður pipar

smá salt

1 msk vatn

1 dl pekanhnetur, klofnar í tvennt

1 tsk þurrkað timian

1 tsk rifinn appelsínubörkur

1/2 b geitaostur við stofuhita

ca 24 mjúkar döðlur

Setjið sykur, pipar og salt í pott og brúnið, stöðvið brunann með vatni. Hrærið í smá stund og setjið loks pekan hneturnar út í. Slökkvið undir og hrærið í smá stund. Setjið á disk og látið kólna.

Blandið saman timíani, appeslínuberki og osti. Skerið döðlur í tvennt, látið ca 1/2 tsk af maukinu í hverja döðlu og hálfa hnetu ofan á. Látið standa í ísskáp í nokkrar klst.

DÖÐLURGEITAOSTUR

.

Auglýsing