Fylltar döðlur með geitaosti

Fylltar döðlur með geitaosti döðlur ostur geitaostur
Fylltar döðlur með geitaosti

Fylltar döðlur með geitaosti

Það er kjörið að útbúa döðlurnar kvöldinu áður og láta þær “taka sig” yfir nóttina. Auðvitað þarf ekki að nota geitaost, þið getið notað t.d. mascarpone. Þessi ótrúlega blanda passar einstklega vel saman. Ekki vera hrædd við að setja piparinn saman við sykurinn, ég veit að þetta hljómar einkennilega en trúið mér, þetta er afar gott.

DÖÐLURGEITAOSTUR

.

Fylltar döðlur með geitaosti

1 msk sykur

1/2 tsk grófmalaður pipar

smá salt

1 msk vatn

1 dl pekanhnetur, klofnar í tvennt

1 tsk þurrkað timian

1 tsk rifinn appelsínubörkur

1/2 b geitaostur við stofuhita

ca 24 mjúkar döðlur

Setjið sykur, pipar og salt í pott og brúnið, stöðvið brunann með vatni. Hrærið í smá stund og setjið loks pekan hneturnar út í. Slökkvið undir og hrærið í smá stund. Setjið á disk og látið kólna.

Blandið saman timíani, appeslínuberki og osti. Skerið döðlur í tvennt, látið ca 1/2 tsk af maukinu í hverja döðlu og hálfa hnetu ofan á. Látið standa í ísskáp í nokkrar klst.

DÖÐLURGEITAOSTUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Karamelluterta með rifsberjum

Karamelluterta með rifsberjum. Norðfirðingurinn Guðrún Kristín Einarsdóttir sem flestir þekkja sem Gunnu Stínu, bauð okkur Bergþóri í kaffi í dag. Við skelltum okkur í sund áður og mættum banhungraðir í sunnudagskaffið. Dásamlega notalegt :)

SaveSave

SaveSave

Sjónvarpskaka – þessi eina sanna og alltaf jafn klassísk

Sjónvarpskaka - þessi eina sanna og alltaf jafn klassísk. Fólk sem bakar mikið skrifast sjaldnast við uppskriftirnar aðferða, hita á ofni eða hversu lengi á að baka. Það hefur einhverja óútskýrða tilfinningu fyrir þessu. Halldóra systir mín sendi mér uppskirft að Sjónvarpsköku. Þar er engin lýsing á neinu. ég skrifaði til baka hvort ég ætti að baka hana í 30 mín. Svarið kom strax: CA

Hótel Húsafell – unaðsreitur og bragðgóður matur

Hótel Húsafell - unaðsreitur og bragðgóður matur. Það þarf ekki að fara til útlanda til að leita sér upplyftingar í skammdeginu. Hótel Húsafell er friðsæll unaðsreitur í hæfilegri fjarlægð frá höfuðborginni. Þar er dásamlegt að busla í lauginni, fara í heita pottinn og horfa á norðurljós í kyrrðinni, skella sér svo (nakinn) í snjóinn og í heita sturtu.