Lambalæri með þurrkuðum ávöxtum
Á árum áður var afar vinsælt að fylla lambalæri með þurrkuðum ávöxtum. Fyllt lambalæri með þurrkuðum ávöxtum stenst vel tímans tönn. Til að minnka aðeins sætuna setti ég börk af einni sítrónu saman við ávextina. Mjög góður réttur sem vel má mæla með.
— LAMB — SVEPPASÓSA — ÍSLENSKT — ÞURRKAÐIR ÁVEXTIR —
Lambalæri með þurrkuðum ávöxtum
1 lambalæri
1 pk þurrkaðir ávextir
2-3 msk koníak
1 msk timian
1 msk rósmarín
börkur af einni sítrónu, saxaður
1 lamba/nauta súputeningur
salt og pipar
Setjið þurrkaða ávexti í skál og hellið koníakinu yfir ásamt sítrónuberki, helmningnum af timíani og rósmarín. Geymið í ísskáp yfir nótt. Úrbeinið lambalærið. Saxið súputeninginn, blandið saman við ávextina og setjið inn í lærið. Kryddið með salti, pipar, rimian og rósmarín. Bindið saman með garni og súvídið (Sous vide) á 62 í fjóra tíma. Takið þvínæst úr pokanum, setjið í 220°C heitan ofn í 10-12 mín.
🇮🇸
— LAMB — SVEPPASÓSA — ÍSLENSKT — ÞURRKAÐIR ÁVEXTIR —
— LAMBALÆRI MEÐ ÞURRKUÐUM ÁVÖXTUM —
🇮🇸