Lambalæri með þurrkuðum ávöxtum

Lambalæri með þurrkuðum ávöxtum koníak páskar páskamatur páskalamb lambakjöt lamb læri timian sítróna rósmarín þurrkaðir ávextir
Lambalæri með þurrkuðum ávöxtum

Lambalæri með þurrkuðum ávöxtum

Á árum áður var afar vinsælt að fylla lambalæri með þurrkuðum ávöxtum. Fyllt lambalæri með þurrkuðum ávöxtum stenst vel tímans tönn. Til að minnka aðeins sætuna setti ég börk af einni sítrónu saman við ávextina. Mjög góður réttur sem vel má mæla með.

— LAMBSVEPPASÓSAÍSLENSKTÞURRKAÐIR ÁVEXTIR

Lambalæri með þurrkuðum ávöxtum

1 lambalæri
1 pk þurrkaðir ávextir
2-3 msk koníak
1 msk timian
1 msk rósmarín
börkur af einni sítrónu, saxaður
1 lamba/nauta súputeningur
salt og pipar

Setjið þurrkaða ávexti í skál og hellið koníakinu yfir ásamt sítrónuberki, helmningnum af timíani og rósmarín. Geymið í ísskáp yfir nótt. Úrbeinið lambalærið. Saxið súputeninginn, blandið saman við ávextina og setjið inn í lærið. Kryddið með salti, pipar, rimian og rósmarín. Bindið saman með garni og súvídið (Sous vide) á 62 í fjóra tíma. Takið þvínæst úr pokanum, setjið í 220°C heitan ofn í 10-12 mín.

Lambalæri með þurrkuðum ávöxtum
Ávaxtafyllt lambalæri

🇮🇸

— LAMBSVEPPASÓSAÍSLENSKTÞURRKAÐIR ÁVEXTIR

— LAMBALÆRI MEÐ ÞURRKUÐUM ÁVÖXTUM —

🇮🇸

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sunnudagsveisla hjá Rannveigu Fríðu

Rannveig Fríða og Arnold Postl

Sunnudagsveisla hjá Rannveigu Fríðu. Það eru gamlar gleðilegar fréttir og nýjar að óperusöngvarar hafa mikinn áhuga á mat, bæði að elda, tala um og borða góðan mat. Óperusöngkonan Rannveig Fríða Bragadóttir hefur búið og starfað í Vínarborg í fjölmörg ár. Rannveig og eiginmaður hennar Arnold Postl bjóða gjarnan börnunum sínum í mat á sunnudögum.

Rabarbaraskyr með lakkrís

Rabarbaraskyr með lakkrís. Björg Þórsdóttir bauð í steiktan þorsk í kókosraspi með eplum og banönum um daginn og var með ótrúlega góðan skyrrétt á eftir með hrálakkrísdufti sem hún stráði yfir.

Geiri Smart – veitingahús

Geiri Smart Geiri Smart

Geiri Smart - veitingahús. Öll (smá)atriði þaulhugsuð.  Veitingastaðurinn fer beint á topp fimm yfir bestu veitingahús á Íslandi. SMART, SMART, SMART.

Þema á staðnum og á hótelinu í sama húsi tengist hinu bráðskemmtilega bandi Spilverki Þjóðanna. T.d. er matseðillinn með A og B hlið, eins og á vinyl plötu.

Það er kannski klisja að tala um falið leyndarmál EN ... Mikið svakalega kom allt okkur á óvart. Þetta er ævintýralega vel heppnaður veitingastaður á besta stað í borginni. Þaulhugsað heildarkonsept, allt frá einstaklega töff og um leið notalegu umhverfi, yfir í matseld sem lætur bragðlaukana beinlínis fagna með gleðitárum, klæðileg og smart föt þjónanna og handgert leirtau. Íslensk hönnun er í hávegum höfð og húsgögn sem smíðuð hafa verið fyrir staðinn eru gerð hérlendis.

Tíu mest skoðuðu veitingahúsa- og sælkerabúðafærslurnar 2016

Tíu mest skoðuðu veitingahúsa- og sælkerabúðafærslurnar 2016. Við höfum þetta ár farið á fjölmörg veitingahús og skrifað um þau. Svo er ekki síður gaman að fylgjast með öllum þeim sælkeraverslunum sem hafa sprotið upp. Hér er topp tíu listinn yfir mest skoðuðu færslurnar um veitingahús og sælkerabúðir árið 2016