Safnið Fransmenn á Íslandi

Tamplarinn fráskrúðsfjörður fransmenn á íslandi rabarbari rabarbarapæ kvennaskólinn á blönduósi Franski spítalinn franskur konsúll georg georgsson læknir Góðtemplarahúsið góðtemplarar franskir sjómenn búðir elín pálmadóttir vilborg sigfúsdóttir fransí biskví
Góðir gestir á pallinum við Templarann Á Fáskrúðsfirði

Safnið Fransmenn á Íslandi

Öll mín uppvaxtarár á Fáskrúðsfirði heyrði ég margar og ólíkar sögur af frönskum sjómönnum sem stunduðu sjóinn við Ísland og áttu viðskipti við heimamenn. Þessar sögur heilluðu mig, þær voru sveipaðar ævintýraljóma og þeim fylgdi einhver óútskýrð ánægja þess sem frá sagði.
Fáskrúðsfjörður var ein helsta bækistöð franskra skútusjómanna á Íslandi og sem dæmi um fjölda Fransmanna er vitað um 130 skútur inni á firðinum á sama tíma. Því má áætla að vel á þriðja þúsund Frakkar hafi verið þar á sama tíma.
Ömmu minni, sem ólst upp í Eiðaþinghá, fannst afar tilkomumikið að sjá skóg siglutrjáa er hún kom ung stúlka til Fáskrúðsfjarðar. Skúturnar söfnuðust þar saman seint í ágúst, tóku vatn og fengu nýmeti eins og kjöt, egg og mjólk hjá Íslendingunum. Mikill galsi var í sjómönnunum og eftirvænting að komast heim eftir rúmlega hálfs árs dvöl fjarri ástvinum og fósturjörðinni. Síðan héldu skúturnar allar áleiðis til Frakklands sömu nóttina. Þá hljóðnaði allt.
🇮🇸
FRANSMENN Á ÍSLANDI. Það var svo sumarið 2000 að ég setti upp safn um veru franskra sjómanna við Íslandsstrendur. Við undirbúninginn naut ég vinnu Elínar Pálmadóttur blaðamanns sem í lok 9. áratugarins gaf út bókina Fransí biskví. Það er skemmst frá því að segja að safninu óx fljótt fiskur um hrygg. Strax fóru að berast þangað munir, myndir, póstkort, bréf og fleira – bæði frá Íslendingum og Frökkum.
Ævintýraljóminn af veru fransmannanna hvarf þó fljótt er ég hóf að kynna mér sögu þeirra. Aðbúnaður um borð var erfiður, gríðarlegt vinnuálag og lítil hvíld. Fæðið var einhæft og lítil sem engin samskipti við heimalandið. Í maí ár hver komu skip frá Frakklandi með vistir, salt og fleira sem sjómennina vanhagaði um hér við land. Með þeim komu bréf og fleira að heiman og frakknesku sjómennirnir sendi bréf heim.
🇮🇸 🇫🇷
Georg Georgsson læknir, yfirmaður Franska spítalans og konsúll
Safnið var í gamla Góðtemplarahúsinu á Fáskrúðsfirði. Húsið var byggt fyrir rúmri öld og var félagsheimili bæjarbúa fram á 7.áratuginn. Í Templaranum, eins og húsið kallast, hélt eitt sinn Georg Georgsson læknir franska spítalans og konsúll, dansleik fyrir áhöfn af frönsku eftirlitsskipi. Einnig bauð hann ungum stúlkum í bænum á ballið. Íslensku piltunum líkaði þetta illa, ruddust inn í húsið og upphófust slagsmál hin mestu sem bárust út á götu. Engum sögum fer af meiðslum en morguninn eftir fannst við húsið hnúajárn – sem við vitum ekki hvort tilheyrði heimamönnum eða gestunum.
Þegar Franski spítalinn var endurbyggður sem hótel fluttist safnið þangað og var endurgert af myndarskap og kallast nú Frakkar á Íslandsmiðum.
🇮🇸 🇫🇷
Rabarbarapæið fræga
Það getur verið skondið að líta um öxl. Þegar safnið var að verða til hugsaði ég mér að löngum stundum gæti ég setið á sólpallinum við Templarann og drukkið kaffi í miklum rólegheitum með gestunum. Þessi draumur minn rættist aldrei, strax varð mikið að gera og til varð kaffihús með frönskum blæ.
Einhverju sinni var ég að grúska í handskrifaðri uppskriftabók frá húsmæðraskólaárum móður minnar frá Blönduósi og rakst þar á rabarbarapæ sem ég fór að bjóða uppá það. Nú það er gaman frá því að segja að pæið sló rækilega í gegn og hvern morgun byrjaði ég á því að taka upp rabarbara fyrir daginn.
Frumkvöðull ársins í ferðamálum

🇮🇸

🇮🇸

— FRANSMENN Á ÍSLANDI —

🇫🇷

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.