Vínarborg matarborgin vinalega

Heuriger vín vínarborg Helga finnbogadóttir hofberg burgtheater vínarsnitsel wienerschnitzel tafelspitz, ofenloch zu den drei haken schubert demel kaffihús sacherterta sachertorte Albertina museum plachutta dumplings gúllas frauenhuber mozart beethoven schönbrunn höllin habsborgarar Hofburt höllin höll hallir í vín jósef 1 og elísabet keisaraynja sisi museum burggarten apfelstrudel kaiserschmarrn brettljause marillenknöddle knödel
Heuriger í Vínarborg. Heuriger er veitingastaðir nálægt vínræktarsvæðum, þar sem nýtt vín ársins er boðið fram og vínræktendur selja eigið vín beint til viðskiptavina í afslöppuðu umhverfi. Við fórum í pílagrímaferð til Heiligenstadt þar sem Beethoven bjó um tíma í mismunandi húsum, m.a. þessu hér, sem nú heitir Mayer am Pfarrplatz. Einnig gengum við stíginn þar sem hann fór oft í gönguferðir, Beethovengang. Fengum okkur dæmigert bretti með ostum, kjötáleggi, brauði o.fl. en bara vatn í þetta skiptið, það er nú engin goðgá.

Vínarborg matarborgin vinalega

Vínarborg er ljúf og hana prýða stórglæsilegar byggingar Habsborgaranna, rík saga og merkileg á hverri þúfu. Til að fá tilfinningu fyrir þessum yfiryrmandi glæsileika, valdi og ríkidæmi er gott að byrja á að fara í göngutúr frá Hofburg höllinni yfir á Maria-Theresa torgið, þinghúsið, ráðhúsið, Burgtheater og Volksgarten.

Nú er lífið orðið ansi auðvelt með chatGPT sem svarar á augabragði spurningum um allt milli himins og jarðar á íslensku, áhugaverða göngutúra, markverða staði, hvernig á að komast milli staða í samgöngukerfinu o.s.frv. Samt algengt að hún bendi á veitingastaði sem mikið eru í umræðu á túristasíðum, ekki endilega ákjósanlegt.

Við dvöldum í viku í þetta sinn í borginni fallegu og nutum að sjálfsögðu hinna heimilislegu Vínarmálsverða, Wienerschnitzel, Tafelspitz o.s.frv., sem eru í boði á flestum austurrískum veitingastöðum. Yfirleitt er notalegra að leita uppi litla veitingastaði sem eru ekki við fjölförnustu göturnar. Við vorum t.d. hrifnir af Ofenloch við Kurrentgasse og Zu den drei Hacken við Singerstrasse, en þar mun Schubert hafa verið fastagestur og hitt vini sína, m.a. Moritz von Schwind sem Bergþór lék einmitt í sínu fyrsta verkefni, í Meyjaskemmunni (sem fjallar um Schubert) í Þjóðleikhúsinu árið 1981. Það var því skemmtileg tenging.

Fyrir utan hið hefðbundna austurríska eldhús, eru óteljandi veitingahús úr ýmsum heimshornum, Ítalirnir eru áberandi og við prófuðum tvo mjög góða, Cavalluccio og Danieli. Veðrið var gott, við gengnir upp að hnjám og svo hittum við góða vini, bæði Íslendinga búsetta í Vín og ferðalanga.

Svo er heimsókn í Grinzing og svæðið þar í kring þar sem hægt er að fara á Heuriger stað eiginlega skylda, fyrir mína parta er best að fara í rólegheitum síðdegis áður en traffíkin byrjar, en það er auðvitað smekksatriði (og fer dálítið eftir aldri!).

VÍNARBORGAUSTURRÍKIMATARBORGIRSACHERTERTAMOZARTBEETHOVEN

.

 

Café Demel er eitt af frægustu kaffihúsum Vínarborgar með sögu sem nær aftur til ársins 1786. Demel var upphaflega stofnað af Ludwig Dehne, sem var þýskur sælgætisgerðarmeistari. Dehne flutti til Vínar og stofnaði lítið sælgætisfyrirtæki sem framleiddi sætabrauð, súkkulaði og annað slíkt.

Demel kaffihúsið átti í áratuga löngum deilum við Sacher hótelið um uppruna og rétt til að nota nafnið „Sachertorte“. Báðir aðilar gátu í lokin haldið áfram að framleiða sína útgáfu af hinni frægu köku, sem ég sagði vera ofmetnustu tertuna eftir að hafa smakkað hana. SJÁ HÉR Á Demel er mikil saga og stemning, en mörg önnur kaffihús Vínarborgar eru ekkert síðri.

Hið fræga Vínarsnitsel, Wienerschnitzel, er nefnt eftir Vínarborg. Rétturinn varð vinsæll og þróaðist í borginni, jafnvel þótt uppruni hans gæti átt rætur að rekja til annarra landa. Hann er nú eitt þekktasta tákn austurrískrar matargerðar.
Albertina museum

Albertina museum

Albertina safnið í Vínarborg var stofnað árið 1776 af Alberti Kaspar von Sachsen-Teschen, sem var tengdasonur keisaraynjunnar Maríu Teresu og mágur Jósefs II, keisara. Albert hertogi, sem safnið er nefnt eftir, var mikill listunnandi og safnaði verulegu magni af grafíkverkum og teikningum. Vel skipulagt og ekki of yfirgripsmikið, mæli með.

Austurrískt gúllas á Plachutta

Á Plachutta fengum við hið fræga austurríska gúllas með dumplings. Gúllasið var svona lala og varla það en þjónustan á staðnum langt frá því að vera góð.

Café Frauenhuber. Til eru eldri kaffihús í Vín svo sem Café Central og Café Landtmann, Café Frauenhuber er talið vera það kaffihús sem hefur starfað óslitið lengst. Vínarborg er heimsfræg fyrir kaffihúsamenningu sína.

Elsta kaffihúsið í Vínarborg er Café Frauenhuber, sem er talið hafa verið stofnað árið 1824. Þetta kaffihús er þó ekki aðeins þekkt fyrir aldur sinn, heldur einnig fyrir merkilega sögu. Það er staðsett í hjarta borgarinnar og er síðasta staðurinn þar sem tónlistarmennirnir Wolfgang Amadeus Mozart og Ludwig van Beethoven komu fram opinberlega.

Það er vel þess virði að ganga um garðana við Schönbrunn höllina.

Schönbrunn

Schönbrunn höllin var fyrrum sumarsetur Habsborgara. Höllin var reist á 17. öld og er dæmi um stórfenglega barokkarkitektúr. Hún er umkringd víðáttumiklum görðum, þar á meðal hinum fræga Gloriette-sigurboga, dýragarði (sem er sá elsti í heimi), og mikilfenglegum gosbrunnum.
Schönbrunn er heimsminjaskrá UNESCO og laðar að sér 4-5 milljónir ferðamanna ár hvert. Höllin er einnig þekkt fyrir stórkostlegar innréttingar, þar á meðal Speglasalinn, þar sem Mozart hélt tónleika sem barn.

Lagt á borð í Hofburg höllinni hjá Sisi og Franz Josef.

Hofburg höllin

Hofburg höllin í Vínarborg er ein af helstu og sögulegustu byggingum Austurríkis. Hún var aðalsetur Habsborgarættarinnar í meira en sex aldir og er nú bústaður forseta Austurríkis. Í hölli er safn um Jósef 1. og Elísabetu keisaraynju.

Dagstofan í Hofburg höllinni. Vel þess virði að panta sér skoðunarferð um vistarverur keisarahjónanna Sisi (sem var svolítið Díana prinsessa þeirra tíma) og Franz Josef.
Margir fagrir almenningsgarðar eru í Vín, garðar sem er vel þess virði að skoða. þessi mynd er úr Burggarten garðinum.
Víða um borgina eru vatnshanar og algengt er að sé úðunarkerfi undir sólhlífum á kaffihúsum.

Topp tíu listinn yfir þjóðlegustu réttina í Austurríki gæti litið svona út:

1. Vínarsnitsel. Kálfasneið, hulin raspi og steikt þar til hún er gullinbrún. Oft borin fram með kartöflusalati, sítrónusneið og stundum trönuberjasósu.

2. Tafelspitz. Soðið nautakjöt, oft borið fram með soðnum kartöflum, ristuðu brauði, eplamússi, og ferskrótarsósu. Rétturinn er talinn vera einn af eftirlætisréttum Franz Jósefs I. keisara.

3. Sacherterta. Fræg súkkulaðiterta sem samanstendur af þéttri súkkulaðiköku, ferskjusultu, og súkkulaðihjúp.

4. Apfelstrudel. Þunnbakaður réttur með fyllingu úr sætu eplamauki, rúsínum, kanil og sykri, oft borið fram með rjóma eða vanillusósu. Einn þekktasti eftirréttur Austurríkis.

5. Kaiserschmarrn. Lúxusútgáfa af pönnukökum, rifin í bita og oft borið fram með eplamús, plómusósu, eða rúsínum. Rétturinn er tengdur Franz Jósef I. keisara.

6. Brettljause. Kaldur réttur með sneiðum af ýmsum gerðum af kjöti, pylsum, osti, og súrum gúrkum, oft borið fram á trébretti.

7. Gúllas. Sterkkrydduð kjötsúpa eða pottréttur, upphaflega frá Ungverjalandi, en hefur verið tekin upp í austurrískri matargerð, enda voru þessi og fleiri lönd undir einni stjórn á Habsborgartímabilinu.

8. Marillenknödel. Apríkósukúlur gerðar úr kartöfludeigi eða öðru deigi, fylltar með apríkósu og veltar upp úr raspi.

9. Frittatensuppe. Tær súpa með sneiðum af pönnukökum sem skornar eru í þunnar ræmur.

10. Knödel. Kúlur gerðar úr brauði, kartöflum eða hveiti, sem eru oft borið fram sem meðlæti með kjöti eða í súpum. Knödel eru til í mörgum útfærslum, bæði sætar og saltar.

VÍNARBORGAUSTURRÍKIMATARBORGIRSACHERTERTAMOZARTBEETHOVEN

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.