Ítölsk veisla á Apótekinu

Albert og hinn ítalski Matteo Cameli ítalía ítalskur matur apótekið restaurant
Albert og hinn ítalski Matteo Cameli sem stendur vaktina á Apótekinu til laugardags með starfsfólkinu þar.

Ítölsk veisla á Apótekinu

Það er eitthvað útlandalegt við að fara á Apótekið í þessari glæsilegu byggingu og flotta umhverfi. Í þetta skiptið var eins og að renna sér inn í himnaríki, því að úti fyrir var yfirmáta leiðinlegt veður og ferðamennirnir í bænum voru greinilega sama sinnis. Smám saman fylltist salurinn og við sem héldum að við yrðum alveg út af fyrir okkur í veðrinu.

Við vorum svo heppin að í boði var ítölsk veisla til laugardags. Matteo Cameli var kominn í heimsókn, en við höfðum einmitt verið í stórkostlegri veislu sem bróðir hans, Massimo sá um, fyrir sex árum. Þessi sex rétta matseðill er frábærlega samansettur og máltíðin kostar ekki nema 12,900 kall, það er ótrúlega gott verð fyrir það sem í boði er. Okkar allra besta uppáhalds Marsibil sonardóttur okkar sagði reyndar að þetta væri í mesta lagi fyrir sinn netta maga, en hún er einstaklega skemmtilegur félagi til að fara með á veitingastað.

Bræðurnir Matteo og Massimo eiga veitingastaðinn Al Vecchio Convento í 400 manna þorpi, Portico di Romagna, sem er á milli Flórens og Bologna. Við hittum Matteo sem er einstaklega viðkunnanlegur. Bræðurnir sækja mikið hráefni í nærumhverfinu, t.d. trufflur, jurtir og sveppi í skóginum. Matteo smyglaði alveg helling í flugvélinni, nei djók, hann tók bara það sem var leyfilegt og það var margt. T.d. sýndi hann okkur 2 gerðir af trufflum sem hann hafði týnt, annan ljósan og hinn svartan.

APÓTEKIÐÍSLANDVEITINGASTAÐIRÍTALÍA

.

Marsibil dreif sig með öfum sínum á Apótekið, við vorum öll alsæl
Edda stjanaði við okkur eins og léttur vorvindur og kom fyrst með óáfenga kokteila, epla, grapefruit og ay papi (eða Æi pabbi), allir alveg dásamlegir og vel þess virði. Maður fer bara eitthvað annað, sumarið er að koma!
Compressed melóna með lard, kavíar og sítrónu verbena olíu
Túnfiskur á crostini með bergamot vinaigrette og svörtum trufflum
Humar og hörpuskels risotto með svartri sítrónu, saltaðri sítrónu og smokkfiskbleki
Graskers ricotta ravioli með porcini sveppum, steinselju purée, koji olíu og sveppadufti. Sjúklega góður réttur.
Grilluð dádýralund með lofnarblómi (lavender) og eggaldini, sýrðum rjóma og hvítlauksolíu – Einhver besta villibráð sem við höfum bragðað á.
Bergamot sorbet með kanil crumble, einiberjaolíu og yuzu karamellu

 

Apótek restaurant
Apótek restaurant

APÓTEKIÐÍSLANDVEITINGASTAÐIRÍTALÍA

..

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bláberja-pæ

Bláberja-pæ. Þegar ég sá uppskriftina fyrst runnu á mig tvær grímur: bláber, kanill og sítrónusafi!!! En ágætt að dæma ekki um of fyrirfram. Þannig að bakan var útbúin og öllum líkaði vel. Pæ-deigið má útbúa deginum áður og geyma í ísskáp.

Moussaka

Moussaka

Moussaka. Einfaldasta lýsing á moussaka er: ofnréttur með eggaldini. Það kom mér gríðarlega á óvart, þegar ég fór að leita að góðri uppskrift að moussaka

Fyrri færsla
Næsta færsla