Döðlubrauðið góða

Döðlubrauð Sigrún Sveinsdóttir föstudagsksffið Döðlubrauðið góða döðlur döðlukaka
Döðlubrauðið góða sem Sigrún Sveinsdóttir bakaði og kom með

Döðlubrauðið góða. Sigrún sá um kaffimeðlæti á föstudaginn sem við átum upp til agna…

— SIGRÚN SVEINSDÓTTIRDÖÐLUBRAUÐFÖSTUDAGSKAFFI

.

Döðlubrauðið góða

1 1/2 b hveiti

1/2 b kókosmjöl

1/2 b sykur (eða minna – má þess vegna sleppa honum)

1 b döðlur

1 b vatn

1 tsk matarsódi

1 msk smjör

1 egg

1/3 tsk salt.

Setjið döðlur, vatn og smjör í pott og hitið að suðu og látið malla í 1 – 2 mínútur, hrærið í á meðan. Setjið svo í hrærvél og hrærið þar til hún er orðin að mauki. Bætið við restinni af hráefnunum og blandað saman. Deigið er sett í smurt brauðform (ca22x8 cm) og bakað við 180 gráður í 50 mínútur.

.

— SIGRÚN SVEINSDÓTTIRDÖÐLUBRAUÐFÖSTUDAGSKAFFI

— DÖÐLUBRAUÐIÐ GÓÐA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki