Appelsínukaka Kötu Kolbeins – Algjörlega besta appelsínukakan

Appelsínukaka Kötu Kolbeins – Algjörlega besta appelsínukakan Appelsínukaka Kötu Kolbeins appelsína appelsínubörkur safi uppáhalds kaffimeðlæti kaka terta kaffimeðlæti þóra katrín kolbeins KATA KOLBEINS
Kata Kolbeins með appelsínukökuna góðu

Appelsínukaka Kötu Kolbeins

Það er óskaplega auðsótt að fá Kötu vinkonu mína Kolbeins til að gefa uppskriftir og líka baka eina og eina köku fyrir bloggið. Í rokinu á dögunum hjólaði ég til hennar og borðaði margar sneiðar af tertunni góðu. Mæli alveg sérstaklega með þessari góðu appelsínuköku.

🍊

APPELSÍNUKÖKURKATA KOLBEINSAPPELSÍNUR

🍊

Appelsínukaka Kötu Kolbeins Þóra katrín einföld fljótleg appelsínur terta súkkulaðikrem uppáhalds kaffimeðlæti
Appelsínukaka Kötu Kolbeins

Appelsínukaka Kötu Kolbeins

160 g smjöríki eða smjör
160 g hveiti
160 g sykur
rifinn börkur af einni appelsínu
safi úr appelsínu
4 egg

Þeytið smjörlíki og sykur vel saman
bætið eggjum út í einu í einu
loks hveitinu safanum og berkinum bætt útí.

Setjið í tvö form og bakið við 190°C í 15 mín ég fylgist bara vel með

Krem

Smjörklípa sett í pott ásamt 1 1/2 bolla af flórsykri, 2 msk af kakói, 1 1/2 tappi vanilludropar
þynnt út með mjólk hrært vel í við lágan hita

Setjið helminginn af kreminu á milli botnanna og restin ofan á.

UPPFÆRT: Nokkrir hafa haft samband til að athuga hvort ekki eigi að vera lyftiduft í uppskriftinni. Ég hringdi í Kötu og hún hefur aldrei notað lyftiduft og kakan hefur aldrei klikkað hjá henni. En til að vera alveg 100% má alveg setja 1 tsk af lyftidufti.

Kata Kolbeins Þóra Katrín Albert appelsínuterta kaka
Albert og Þóra Katrín

🍊

APPELSÍNUKÖKURKATA KOLBEINSAPPELSÍNUR

— APPELSÍNUKAKA KÖTU KOLBEINS —

🍊

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Steiktur fiskur í kókosraspi með eplum og banönum, borinn fram með hnetusósu

Steiktur fiskur í kókosraspi með eplum og banönum, borinn fram með hnetusósu. Björgu Þórsdóttur kynntist ég þegar hún lærði söng í Listaháskólanum. Hún er annáluð fyrir góðan mat og mataráhuga og við áttum það til að gleyma okkur í matarumræðum í skólanum. Einhverju sinni heyrðist á skrifstofunni „Hvað heitir aftur vinkona þín sem kemur svo oft og talar um mat við þig?" Þá var verið að tala um Björgu sem hér deilir uppskrift frá ömmu sinni.

Fríða súkkulaðikaffihús á Siglufirði

Fríða súkkulaðikaffihús á Siglufirði. Þegar Siglfirðingar eru annars vegar kemur manni ekkert á óvart lengur, þar lætur fólk verkin tala. Síðasta sumar opnaði Fríða Gylfadóttir þar súkkulaði- og kaffihús eftir að hafa sest á súkkulaðiskólabekk í Belgíu.

Sólrúnarbrauð – besta brauðið

Sólrúnarbrauð - Besta brauðið. Sólrún sú hin sama og bakaði Hommabrauðið góða bakaði einnig annað lyftiduftsbrauð fyrir okkur sem hún kallar besta brauðið en mér finnst ekki síður að kalla það Sólrúnarbrauð. Eins og sjá má í uppskriftinni er auðvelt að breyta í glútenlaust brauð