Lærissneiðar í raspi

Lærisneiðar i raspi raspur snitsel þjóðlegur matur íslenskur matur íslenskt lambakjöt lambasnitsel
Lærissneiðar i raspi – einn af mörgum góðum þjóðlegum réttum

Lærissneiðar i raspi

Lærissneiðar í raspi var sunnudagsmatur hjá mörgum á síðustu öld. Mjúkar lærissneiðar með brúnuðum kartöflum, grænum baunum og rabarbarasultu má segja að sé einn af mörgum íslenskum þjóðarréttum. Klassískur bragðgóður matur. Hugsið ykkur ekki tvisvar um gott fólk 🙂

LAMBAKJÖTÍSLENSKTRABARBARASULTABRÚNAÐAR KARTÖFLURSNITSELGRÆNAR BAUNIRRASP

.

Lærissneiðar i raspi

Lærissneiðar i raspi

Lærissneiðar úr einu lambalæri
1,5 dl hveiti
2 egg
2,5 dl rasp
olía
smjör
salt og pipar

Gott er að hafa kjötið við stofuhita. Setjið hveiti í skál, brjótið eggin í aðra skál og sláið þau í sundur og setjið rasp í þriðju skálina. Setjið olíu og smjör á pönnu, ágætt að hafa 2 hluta af olíu á móti einum af smjöri. Veltið lærissneiðunum upp úr hveitinu, þá eggjunum og loks raspinu. Steikið sneiðarar dágóða stund í olíunni/smjörinu á báðum hliðum þangað þær eru fallega brúnar. Kryddið með salti og pipar. Raðið sneiðunum í eldfast form, hellið restinni af olíunni yfir, setjið álpappír yfir og eldið í 100°C heitum ofni í um klst.

Karamellu rauðlaukssulta með chili

🇮🇸

LAMBAKJÖTÍSLENSKTRABARBARASULTABRÚNAÐAR KARTÖFLURSNITSELGRÆNAR BAUNIRRASP

LÆRISSNEIÐAR Í RASPI

🇮🇸 🇮🇸

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sous vide matreiðslubók

Jólagjöfin til allra sem eiga Sous Vide græju. Verðlaunakokkurinn Viktor Örn Andrésson fjallar undraheim sous vide og birtir fjölmargar uppskriftir í nýútkominni bók sem vel má mæla með.

Kúskússalat frá Marokkó

Kúskússalat

Kúskússalat frá Marokkó. Einhverju sinni hitti ég mann frá Marokkó og við fórum að tala um mat sem tengist hans landi. Sá gaf frekar lítið fyrir kúskúsið sem fæst á vesturlöndum. Í Marokkó er soðið þrisvar (minnir mig) upp á kúskúsinu og einhverjar serímóníur í kringum það. Stærsti kryddmarkaður í heimi er í Marokkó og þeir nota kryddið óspart.