Lærissneiðar i raspi
Lærissneiðar í raspi var sunnudagsmatur hjá mörgum á síðustu öld. Mjúkar lærissneiðar með brúnuðum kartöflum, grænum baunum og rabarbarasultu má segja að sé einn af mörgum íslenskum þjóðarréttum. Klassískur bragðgóður matur. Hugsið ykkur ekki tvisvar um gott fólk 🙂
— LAMBAKJÖT — ÍSLENSKT — RABARBARASULTA — BRÚNAÐAR KARTÖFLUR — SNITSEL — GRÆNAR BAUNIR — RASP —
.
Lærissneiðar i raspi
Lærissneiðar úr einu lambalæri
1,5 dl hveiti
2 egg
2,5 dl rasp
olía
smjör
salt og pipar
Gott er að hafa kjötið við stofuhita. Setjið hveiti í skál, brjótið eggin í aðra skál og sláið þau í sundur og setjið rasp í þriðju skálina. Setjið olíu og smjör á pönnu, ágætt að hafa 2 hluta af olíu á móti einum af smjöri. Veltið lærissneiðunum upp úr hveitinu, þá eggjunum og loks raspinu. Steikið sneiðarar dágóða stund í olíunni/smjörinu á báðum hliðum þangað þær eru fallega brúnar. Kryddið með salti og pipar. Raðið sneiðunum í eldfast form, hellið restinni af olíunni yfir, setjið álpappír yfir og eldið í 100°C heitum ofni í um klst.
🇮🇸
— LAMBAKJÖT — ÍSLENSKT — RABARBARASULTA — BRÚNAÐAR KARTÖFLUR — SNITSEL — GRÆNAR BAUNIR — RASP —
🇮🇸 🇮🇸