Flatkökur ömmu Mörtu

Marta Guðjónsdóttir frá Berjanesi austur eyjafjallahreppur flatbrauð flatkökur Hjónin á Berjanesi: Marta Guðjónsdóttir (1912-1993) og Andrés Andrésson (1901-1984) berjanes eyjafjöll Gestur Andrés Grjétarsson flatbrauð flatkökur haframjöl rúgmjöl
Gestur Andrés Grjetarsson birti myndir og uppskrifina á Gamaldags matur á fasbókinni og gaf góðfúslegt leyfi fyrir birtingunni

Flatkökur ömmu Mörtu

Marta Guðjónsdóttir frá Berjanesi í Austur-Eyjafjöllum gaf mömmu Gests þessa uppskrift og móðir hans kom henni svo áfram. „þessar kökur eru hreint dásamlegar. Gott að komi fram að það á ekki að hnoða mikið, þvi ef hnoðað er mikið verða kökurnar stífari” segir Gestur Andrés Grjetarsson sem birti uppskriftina á Gamaldags matur á fasbókinni.

FLATBRAUÐKAFFIMEÐLÆTIRÚGMJÖLÍSLENSKTSMÁKÖKUR —  LAUFABRAUР—

.

Flatkökur ömmu Mörtu

Flatkökur ömmu Mörtu

3 bollar hveiti
1 bolli haframjöl
1 tsk salt
Sjóðandi vatn eftir þörfum.

Aðferð: Blanda þurrefnum saman. Hella svo varlega yfir vatninu og blanda saman án þess að hnoða. Gera það laust þar til þetta er allt orðið rúllað upp í blautt degi. Þá er það penslað með smjörlíki að utan til að halda þvi blautkenndu.
Skera síðan hleif af rúllunni og fletja út.
Skera svo út með undirskál eins og laufabrauð. Ég set deigið svo beint á helluna á eldavélinni. Ég hita helluna fyrst upp í botn og velti bökunum síðan á henni fram og til baka. Svo pikka ég í þær með járni svo þær gati aðeins,
Gott er lofta vel út því það kemur góður reykur af því að steikja svona beint á sjóðandi heitri hellu.
Fínt að raða flatkökum upp sneið ofan á sneið og velti þeim svo við þegar allt hefur verið steikt.
Geymist vel i frosti, setja eins og fimm sneiðar í poka og svo í frysti til geymslu. Svo tekur maður úr frysti og hitar í örbylgjuofni eftir þörfum. Útkoman er alltaf eins og glænýtt þegar flatkökurnar koma úr frystinum.
Sumar eldavélar hafa of-hitavara sem slekkur á hellunni þegar hita er náð. Þá er gott að nota bara pönnukökupönnu á gashellu til að ná góðum hita.

Flatkökur ömmu Mörtu
Hjónin á Berjanesi: Marta Guðjónsdóttir (1912-1993) og Andrés Andrésson (1901-1984)

FLATBRAUÐKAFFIMEÐLÆTIRÚGMJÖLÍSLENSKTSMÁKÖKUR —  LAUFABRAUР—

— FLATKÖKUR ÖMMU MÖRTU —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.