Anna Valdís, Steinn Hrútur, Hulda Steinunn, Sigríður og Vilborg gæða sér á rabarbarapæinu góða
Það nýjasta í kaffihúsaflórunni í Reykjavík er Dalur í Farfuglaheimilinu á Sundlaugavegi í hjarta Laugardalsins. Þarna er glæsilegt og rúmgott útisvæði og vegleg leiksvæði fyrir börn bæði úti og inni – sannkallað fjölskyldukaffihús þar sem hundar eru velkomnir líka. Matseðilinn er einfaldur og fínn og vandaður, það gladdi mig verulega að sjá rabarbarapæið fræga á kaffiseðlinum. Já og svo er verðinu stillt í hóf.
Þrjár gerðir af grilluðum samlokum eru á Dal, hver annarri betriBragðmikil og ljúffeng rauðrófusúpaBökur með salatiSigríður ber kaffi í gestiDalur Farfuglaheimilinu í Laugardal. Sundlaugagestir, hjólafólk, gönguhópar, mömmuhópar eiga eftir að taka þessu stórfína kaffihúsi opnum örmumVið gættum okkur á grilluðum samlokum, bökum og ýmsu fleiru – allt mjög gottStarfsfólkið á Dal, f.v. Elín, Steinn, Linda, Tine, Sigga, Oddvar, Cao, Sigriður, Ingvar, Þorsteinn, Olivier,Dalur fjölskyldukaffihús í Laugardalnum