Dalur – fjölskyldukaffihús í Laugardalnum #Ísland

rauðrófusúpa farfuglar Anna Valdís, Steinn Hrútur, Hulda Steinunn, Sigríður Ólafsdóttir og Vilborg eiríksdóttir gæða sér á rabarbarapæinu góða kaffi dalur kaffihúsið dalur farfulgaheimilið laugarnesvegur
Anna Valdís, Steinn Hrútur, Hulda Steinunn, Sigríður og Vilborg gæða sér á rabarbarapæinu góða

Það nýjasta í kaffihúsaflórunni í Reykjavík er Dalur í Farfuglaheimilinu á Sundlaugavegi í hjarta Laugardalsins. Þarna er glæsilegt og rúmgott útisvæði og vegleg leiksvæði fyrir börn bæði úti og inni – sannkallað fjölskyldukaffihús þar sem hundar eru velkomnir líka. Matseðilinn er einfaldur og fínn og vandaður, það gladdi mig verulega að sjá rabarbarapæið fræga á kaffiseðlinum. Já og svo er verðinu stillt í hóf.

DALURKAFFIHÚSFERÐAST UM ÍSLAND — Margir hafa haft samband og við viljum gjarnan heyra frá fleirum í ferðaþjónustunni

Þrjár gerðir af grilluðum samlokum eru á Dal, hver annarri betri
Bragðmikil og ljúffeng rauðrófusúpa
Bökur með salati
Sigríður ber kaffi í gesti
Dalur Farfuglaheimilinu í Laugardal. Sundlaugagestir, hjólafólk, gönguhópar, mömmuhópar eiga eftir að taka þessu stórfína kaffihúsi opnum örmum
Við gættum okkur á grilluðum samlokum, bökum og ýmsu fleiru – allt mjög gott
Starfsfólkið á Dal, f.v. Elín, Steinn, Linda, Tine, Sigga, Oddvar, Cao, Sigriður, Ingvar, Þorsteinn, Olivier,
Dalur fjölskyldukaffihús í Laugardalnum

Margir hafa haft samband og við viljum gjarnan heyra frá fleirum í ferðaþjónustunni— FERÐAST UM ÍSLAND —

Stórt leiksvæði er inni á kaffihúsinu
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sítrónuterta með stóru S-i

Sítrónuterta

Sítrónuterta með stóru S-i. Sítrónur gera suma rétti enn betri, stundum smá mótvægi við sætindin. Sjálfur er ég afar hrifinn af sítrónum í mat þar sem þær eiga við. Hins vegar rak ég upp stór augu þegar ég sá allan þann sítrónusafa sem notaður er í þessa tertu. En mikið óskaplega bragðast hún vel með góðum kaffibolla. Tertan var borin fram volg með vanilluís.

Sólon í Bankastæti – stórfínn matur á fallegum stað á besta stað

Sólon í Bankastæti - stórfínn matur á fallegum stað og á besta stað. Það er ekki tilviljun að Sólon hefur öðlast fastan sess í veitingahúsaflóru borgarinnar. Í fyrsta lagi er staðsetningin ein sú besta, húsakynnin virðuleg með glæsilegum gluggum og lofti, innréttingarnar smekklegar og fallegar, ekkert yfirdrifið, bara nýtískulegt og smekklegt. Á stóra veggnum hangir Torfan, listaverk eftir Elísabetu Ásberg sem setur töff svip á staðinn.
Segja má að þetta sé millistaður, maturinn á viðráðanlegu verði, léttur en fallega framborinn og ljúffengur, engin „sýnishorn“. Sætin eru þægileg og jafngott að líta inn í hádegi eða að kvöldlagi. Hvarvetna sést út í iðandi mannlífið, sem fylgir okkar góðu erlendu gestum.

Matwerk á Laugavegi – nýíslensk matreiðsla með léttum fusion snúningi

Matwerk á Laugavegi - nýíslensk matreiðsla með léttum fusion snúningi. Veitingastaðurinn Matwerk er á Laugavegi 96, rétt fyrir neðan gatnamót Laugavegar og Snorrabrautar. Þar er ný-íslensk matreiðsla með laufléttum fusion snúningi í smáréttastíl. Á staðnum er gott úrval af kokteilum, léttvínum og bjór. Þarna er notaleg stemming og falleg list á veggjum, hlýir jarðlitir og viður. Á Matwerki er íslenskt hráefni og þar er unnið með íslenskar hugmyndir og hráefni, eins og steiktur fiskur dagsins (spari,spariútgáfa af heimilisfiski) og skyr með brulée. Yfirmatreiðslumaður á Matwerki er Stefán Hlynur Karlsson og hjá þeim er látlaus og þægileg þjónusta.

Aukagestur/gestir í boð, er það í lagi?

Aukagestur/gestir í boð, er það í lagi? Það ætti nú varla að þurfa að taka það fram en við tökum ekki með okkur aukagesti í boð. Gestgjafinn ákveður hvaða gestir koma til hans, það er ekki í okkar höndum.