Hafrakossar með hvítsúkkulaðismjörkremi

Hafrakossar með hvítsúkkulaðismjörkremi húsfreyjan hvítt súkkulaði smjörkrem hrefna laufey ingólfsdóttir árni sigurðsson ásar gistiheimilið ásar akureyri eyjafjörður eyjafjarðarsveit smákökur jólabaksturinn smjörkrem
Hafrakossar með hvítsúkkulaðismjörkremi

Hafrakossar með hvítsúkkulaðismjörkremi

Það er ævintýralegt að koma heim að Ásum, jólalegra verður það nú varla. Hrefna Laufey og Árni hafa þann skemmtilega sið að bjóða fjölskyldu og vinum til smáréttaveislu á Þorláksmessu. Meðal góðra veitinga á hlaðborðinu á Ásum voru hafrakossar með hvítsúkkulaðismjörkremi.

HREFNA LAUFEYJÓLIN — AKUREYRIÞORLÁKSMESSA — SÍLDRÚGBRAUÐJÓLASALATSVEPPAPATÉHAFRAKOSSAR RIS A LA MANDESMÁKÖKUR

.

Það er ævintýralegt að koma heim að Ásum, jólalegra verður það nú varla. Hrefna Laufey og Árni hafa þann skemmtilega sið að bjóða fjölskyldu og vinum til smáréttaveislu á Þorláksmessu. Meðal góðra veitinga á hlaðborðinu á Ásum voru hafrakossar með hvítsúkkulaðismjörkremi. Veisluborðið er í jólablaði Húsfreyjunnar

Hafrakossar með hvítsúkkulaðismjörkremi

Hafrakossar

250 gr smjör við stofuhita
2 dl púðursykur
1 dl sykur
1 egg
2 tsk vanilludropar
3 dl hveiti
1 tsk matarsódi
½ tsk salt
½ tsk kanill
½ tsk engifer
½ tsk negull
6 dl haframjöl (ekki grófir hafrar)

Hitið ofn í 170°C með blæstri. Hrærið saman smjör og sykur þar til létt og ljós. Bætið eggi og vanilludropum út í og blandið vel saman við.
Hrærið saman hveiti, matarsóda, salti og kanil, engifer og negul. Bætið út í smjörblönduna og hrærið létt saman. Bætið höfrunum út í og blandið þar til rétt svo komið saman.
Myndið litlar kúlur úr deiginu, þrýstið ofan á þær með glasbotni til að fletja þær út. Setjið kökurnar á bökunarplötu og bakið í 8-10 mínútur. Kælið fyrir samsetningu.

Hvítsúkkulaði swiss meringue smjörkrem

200 gr eggjahvítur (má nota eggjahvítur úr brúsa)
¼ tsk cream of tartar (þarf einungis ef eggjahvítur úr brúsa eru notaðar)
250 gr sykur
425 gr smjör við stofuhita
1 tsk vanilludropar
100 gr hvítt súkkulaði

Setjið eggjahvíturnar, sykurinn og cream of tartar (ef notað) í hitaþolna skál sem er búið að strjúka innan úr borðediki eða sítrónusafa. Ef hrærivélaskálin sem á að nota í kremgerðina er hitaþolin mæli ég með að nota hana til að spara uppvaskið. Hitið eggjasykurblönduna yfir vatnsbaði og hrærið í á meðan, þangað til sykurinn er uppleystur. Best er að finna það með því að nudda blöndunni milli fingranna, gætið þess bara að brenna ykkur ekki. Þegar sykurinn er uppleystur, takið skálina af hitanum og skellið henni á hrærivélina (eða færið eggjasykurblönduna yfir í hrærivélaskálina ef þið notuðuð aðra skál). Þurrkið af þeytarastykkinu á hrærivélina með borðediki eða sítrónusafa. Þeytið á háum hraða þangað til stífir toppar myndast.
Bræðið hvítt súkkulaði yfir vatnsbaði og kælið lítillega.
Á meðan marengsinn þeytist, skerið smjör niður í ca 2.5 cm kubba. Þegar margensinn myndar stífa toppa, bætið smjörinu rólega út í, einum bita í einu, en þeytið áfram á háum hraða. Leyfið hverjum smjörkubbi að blandast við kremið áður en næsta er bætt út í.
Hrærið áfram á háum hraða þegar allt smjörið er komið út í, þangað til blandan er orðin að silkimjúku smjörkremi. Í miðju ferlinu getur kremið hlaupið í kekki og þá líst ykkur eflaust ekki á blikuna, en haldið áfram að bæta smjörinu út í, hrærið vel og þið endið með þetta létta, fallega smjörkrem. Bætið vanilludropum og hvítu súkkulaði út í kremið, hrærið vel saman. Til að losna við loftið úr kreminu er gott að hræra kremið í 5 mínútur á lægsta hraða með K-inu (á Kitchen aid, annað sambærilegt á öðrum hrærivélum).

Samsetning:
Sprautið kreminu á einn hafrakoss og myndið samloku með því að loka með öðrum hafrakossi.

HREFNA LAUFEYJÓLIN — AKUREYRIÞORLÁKSMESSA — SÍLDRÚGBRAUÐJÓLASALATSVEPPAPATÉHAFRAKOSSAR RIS A LA MANDESMÁKÖKUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.