Auglýsing
Nanaimo bitar Elísu Reid Nanaimo bars eliza reid bessastaðir guðni forseti guðni th jóhannesson
Nanaimo bitar Elísu Reid

Nanaimo bitar Elísu Reid

Elísa Reid forsetafrú hélt þakkargjörðarhátíðina hátíðlega með veislu fyrir fjölskylduna á Bessastöðum. Eftirrétturinn er vel þekktur í hennar heimalandi, Kanada, og kallast Nanaimo bitar.  „Guðni hefur marga hæfileika en að elda er ekki einn af þeim.” segir Elísa á fasbókinni

Þessir Nanaimo bitar eru í þremur lögum, neðst er súkkulaðibotn, þá búðingskrem og loks súkkulaði ofan á.

BESSASTAÐIRKANADAGUÐNI&ELÍSA FASBÓKIN

.

Elísa Reid og Guðni

Nanaimo bitar Elísu Reid

Fyrsta lag:

1/2 b smjör
1/4 b sykur
1/4 b og 1 msk kakódufti
1 egg
1 og 3/4 b hafrakex
1 bolli kókosmjöl
1/4 b saxaðar möndlur

Annað lag:

1/2 b smjör
3 msk rjómi
2 msk búðingsduft (e. custard powder)
2 b flórsykur

Þriðja lag:

30 g súkkulaði (ekki of sætt)
2 tsk smjör

Botn:
Blandið smjöri, sykri og kakói yfir vatnsbaði. Hrærið við og við þar til blandan er bráðin og mjúk. Hrærið eggi við og hrærið þar til blandan er orðin þykk, um 2-3 mínútur ætti að duga. Takið af hitanum og blandið hafrakexi, kókosflögum og möndlum við. Þrýstið þessu í botninn á fati.

Krem:
Hrærið saman smjöri, rjóma og búðingsdufti þar til blandan verður létt og mjúk. Bætið við flórsykri og hrærið þar til blandan verður aftur slétt og mjúk. Leggið yfir fyrra lagið í fatinu og kælið.

Súkkulaðikrem:
Bræðið súkkulaðið og smjör í vatnsbaði á lágum hita. Dreifið yfir kremið þegar það er orðið kalt. Kælið áfram áður en er skorið í bita.

Fylltur þakkargjörðarkalkúnn

.

BESSASTAÐIRKANADAGUÐNI&ELÍSA FASBÓKIN

— NANAIMO BITAR ELÍSU REID —

.

Auglýsing