Nanaimo bitar Elísu Reid
Elísa Reid forsetafrú hélt þakkargjörðarhátíðina hátíðlega með veislu fyrir fjölskylduna á Bessastöðum. Eftirrétturinn er vel þekktur í hennar heimalandi, Kanada, og kallast Nanaimo bitar. „Guðni hefur marga hæfileika en að elda er ekki einn af þeim.” segir Elísa á fasbókinni
Þessir Nanaimo bitar eru í þremur lögum, neðst er súkkulaðibotn, þá búðingskrem og loks súkkulaði ofan á.
— BESSASTAÐIR — KANADA — GUÐNI&ELÍSA — FASBÓKIN —
.
Nanaimo bitar Elísu Reid
Fyrsta lag:
1/2 b smjör
1/4 b sykur
1/4 b og 1 msk kakódufti
1 egg
1 og 3/4 b hafrakex
1 bolli kókosmjöl
1/4 b saxaðar möndlur
Annað lag:
1/2 b smjör
3 msk rjómi
2 msk búðingsduft (e. custard powder)
2 b flórsykur
Þriðja lag:
30 g súkkulaði (ekki of sætt)
2 tsk smjör
Botn:
Blandið smjöri, sykri og kakói yfir vatnsbaði. Hrærið við og við þar til blandan er bráðin og mjúk. Hrærið eggi við og hrærið þar til blandan er orðin þykk, um 2-3 mínútur ætti að duga. Takið af hitanum og blandið hafrakexi, kókosflögum og möndlum við. Þrýstið þessu í botninn á fati.
Krem:
Hrærið saman smjöri, rjóma og búðingsdufti þar til blandan verður létt og mjúk. Bætið við flórsykri og hrærið þar til blandan verður aftur slétt og mjúk. Leggið yfir fyrra lagið í fatinu og kælið.
Súkkulaðikrem:
Bræðið súkkulaðið og smjör í vatnsbaði á lágum hita. Dreifið yfir kremið þegar það er orðið kalt. Kælið áfram áður en er skorið í bita.
.
— BESSASTAÐIR — KANADA — GUÐNI&ELÍSA — FASBÓKIN —
.