Litfagur og sumarlegur eftirréttur

eftirréttur pride auðveldur fljótlegur mascarpone makkarónur makkarónukökur Litfagur og sumarlegur eftirréttur
Litfagur og sumarlegur eftirréttur. Færslan er unnin í samvinnu við Krónuna

Litfagur og sumarlegur eftirréttur

Sumarlegur eftirréttur eftir góða máltíð eða sem kaffimeðlæti.

EFTIRRÉTTIRKAFFIMEÐLÆTISÍTRÓNUSMJÖRMAKKARÓNUR

.

Litfagur og sumarlegur eftirréttur

2-3 dl rjómi
1 ds mascarpone
1/2 tsk ferskur sítrónusafi
1 b makkarónukökur
1-2 Snickers
3 msk sítrónusmjör

Ferskir ávextir (t.d. jarðarber, kíví, mangó, bláber), marengstoppar og annað litfagurt.

Myljið makkarónukökurnar gróft, setjið í botninn á formi ásamt Snickers í þunnum sneiðum.
Þeytið rjómann, bætið við mascarpone og sítrónusafa. Dreifið yfir það sem er í forminu.
Setjið sítrónusmjörið í miðjuna og dreifið úr því lítið eitt.
Skreytið með ávöxtum.

Látið standa í amk klst í ísskáp svo makkarónukökurnar mýkist.

EFTIRRÉTTIRKAFFIMEÐLÆTISÍTRÓNUSMJÖRMAKKARÓNUR

Færslan er unnin í samvinnu við KRÓNUNA 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Að njóta matar síns á jólahlaðborði

Að njóta matar síns á jólahlaðborði. Matarsóun vesturlandabúa er geigvænleg og hlaðborðsveislur eru hættusvæði því þar hættir fólki til að raða meiru á diska sína en það munu nokkurn tíma geta hesthúsað í einu.

Snúðakaka

Snúðaterta

Snúðakaka. Eins lengi og ég man eftir mér hefur móðir mín bakað þessa köku við miklar vinsældir. Við systkinin reynum oft að baka hana nákvæmlega eins og mamma gerir hana, en þið vitið hvernig andrúmsloftið, eldhúsið hennar mömmu, reynslan og sálin sem hún setur í baksturinn nær ekki alltaf í gegn. Þegar við bökum hana og gefum hinum að smakka, segjum við því alltaf: Iss! þetta er nú ekki eins og hjá mömmu.