
Skyrgámur
Skyrgámur (eldra heiti: Skyrjarmur) er áttundi jólasveinninn kallaður sem kemur til manna, þann 19. desember, samkvæmt þeirri röð sem birt er í Þjóðsögum Jóns Árnasonar frá 1862.
— JÓLASVEINAR —JÓLIN — SKYR — ÞJÓÐSÖGUR —
.
Skyrgámi þótti skyr afskaplega gott og stalst gjarnan í skyrtunnuna og hámaði í sig þangað til hann stóð á blístri.
Um hann kvað Jóhannes úr Kötlum:
Skyrjarmur, sá áttundi,
var skelfilegt naut.
Hann hlemminn o’n af sánum
með hnefanum braut.
Svo hámaði hann í sig
og yfir matnum gein,
uns stóð hann á blístri
stundi og hrein.
Af WIKIPEDIA.

Í gær kom HURÐASKELLIR og á morgun kemur BJÚGNAKRÆKIR.
–
–