Það er ýmislegt sem má helst ekki og flestir vita, en gleymist stundum.
Vörumst að:
- tala með fullan munninn
- sötra og smjatta
- nota tannstöngul (á snyrtinguna til að stanga úr tönnum)
- nudda varalit í sérvíettuna
- skreyta borðið með síma, lyklum, veskjum eða öðru
- rugga okkur á stólnum
- sleikja hnífinn
- setja olnbogana á borðið
- teygja okkur yfir diska sessunautanna
- vera með tyggjó – hvorki fyrir mat, milli rétta né eftir mat.
.
— ÓÆSKILEGU ATRIÐIN VIÐ BORÐHALD —
.