Sumardrykkur með rabarbarasírópi

sumarlegur einfalt fallegt rabbabari rabarbari síróp sýróp Fordrykkur með rabarbarasíróp Árdís Hulda rabarbari sumardrykkur fordrykkur bleikt bleikur drykkur mynta minta sumar Frá vinstri: Sigdís Þóra Sigþórsdóttir, Harpa Björgvinsdóttir, Hjördís Ósk Hjartardóttir, Árdís Hulda Eiríksdóttir, Kristín Þóra Benediktsdóttir, Eyrún Pétursdóttir, Hrönn Önundardóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Rakel Einarsdóttir, Laufey Sigrún Sigmarsdóttir, Guðrún Zoega, Hrönn Benediktsdóttir
Fordrykkur með rabarbarasíróp

Sumardrykkur með rabarbarasírópi

Árdís Hulda bauð nokkrum samstarfskonum sínum á Hrafnistu í sumarboð og var með þennan litfagra og bragðgóða drykk þegar þær komu. Sannkölluð sumargleði með hressum konum.
🙂
🙂

Sumardrykkur með rabarbarasírópi

Rabarbarasíróp:
3 rabarbaraleggir
6 msk. sykur
½  klofin vanillustöng
3 dl kalt vatn
Allt soðið í potti í u.þ.b. 30 mín., síað gegnum léreft.

Rabarbarafordrykkur
Rabarbarasíróp
Bleikt límónaði (Ölgerðin)
Ferskjulíkjör
Ljóst romm
Kolsýrt vatn

Skraut: Jarðarber, blóm, klakar, mynta.

Frá vinstri: Sigdís Þóra Sigþórsdóttir, Harpa Björgvinsdóttir, Hjördís Ósk Hjartardóttir, Árdís Hulda Eiríksdóttir, Kristín Þóra Benediktsdóttir, Eyrún Pétursdóttir, Hrönn Önundardóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Rakel Einarsdóttir, Laufey Sigrún Sigmarsdóttir, Guðrún Zoega og Hrönn Benediktsdóttir

🙂 

— SUMARDRYKKUR MEÐ RABARBARASÍRÓPI —

🙂 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sírópslengjur – renna út eins og heitar lummur

Sírópslengjur. Þegar við bekkjarsystkinin úr grunnskóla komum saman á dögunum þá kom Jóhanna með sírópslengur sem runnu út (ofan í okkur) eins og heitar lummur. Mjög góðar með kaffibolla. Það er einhver óútskýrð sæla sem fylgir gömlum kaffimeðlætisuppskriftum, kannski er það sírópið í grænu krukkunum.

Terta úr grófu mjöli með mjög góðu kremi

Terta úr grófu mjöli með mjög góðu kremi. Bergdís Ýr kom með tvær kökur á ættarmótið sem hún bakaði eftir gamalli uppskriftabók ömmu sinnar. Fyrr setti ég hérna uppskrift að gráfíkjuköku og þessi heitir í bók Birnu: Terta úr grófu mjöli með mjög góðu kremi. En þar sem mér finnst þetta frekar vera terta en kaka þá kallast hún svo hér. Ætli sé ekki í lagi að minnka sykurmagnið um amk helming