Árdís Hulda bauð nokkrum samstarfskonum sínum á Hrafnistu í sumarboð og var með þennan litfagra og bragðgóða drykk þegar þær komu. Sannkölluð sumargleði með hressum konum.
Sírópslengjur. Þegar við bekkjarsystkinin úr grunnskóla komum saman á dögunum þá kom Jóhanna með sírópslengur sem runnu út (ofan í okkur) eins og heitar lummur. Mjög góðar með kaffibolla. Það er einhver óútskýrð sæla sem fylgir gömlum kaffimeðlætisuppskriftum, kannski er það sírópið í grænu krukkunum.
Terta úr grófu mjöli með mjög góðu kremi. Bergdís Ýr kom með tvær kökur á ættarmótið sem hún bakaði eftir gamalli uppskriftabók ömmu sinnar. Fyrr setti ég hérna uppskrift að gráfíkjuköku og þessi heitir í bók Birnu: Terta úr grófu mjöli með mjög góðu kremi. En þar sem mér finnst þetta frekar vera terta en kaka þá kallast hún svo hér. Ætli sé ekki í lagi að minnka sykurmagnið um amk helming
The Espresso Bar. Á gangstéttinni á horni Hverfisgötu og Klapparstígs í Reykjavík er sennilega minnsta kaffihús á Íslandi. Kaffihúsið er aðeins tímabundið