Kryddlegin hjörtu – Herramannsmatur

Kryddlegin hjörtu - Herramannsmatur INNMATUR lambahjörtu epli sveskjur innmaturinn kartöflumús sulta rabarbarasulta íslenskur matur íslenskt
Kryddlegin hjörtu – Herramannsmatur

Kryddlegin hjörtu – Herramannsmatur

Það má með sanni segja að innmatur sé herramannsmatur sem mætti vera oftar á borðum landsmanna. Ekki bara að hann er ódýr heldur er hann bráðhollur – stútfullur af hollustu.
Þó fólk eigi misgóðar minningar frá innmat úr æsku er ástæðulaust að láta það trufla sig. Úrval krydda og grænmetis í nútímanum er í hæstu hæðum auðvelt að útbúa veislumat úr innmatnum.

ÍSLENSKTINNMATURHJÖRTURABARBARASULTAKARTÖFLUMÚSHERRAMANNSMATUR

.

Steikt kryddlegin hjörtu

5-6 lambahjörtu
1 stórt grænt epli
1 b sveskjur
1 msk timian
1/3 tsk chili
salt og pipar
1/2 rauðlaukur, saxaður gróft
olía til steikingar
1/2 b vatn
2-3 dl rjómi
kjötkraftur

Snyrtið hjörtun og skerið þvert inn í þau (þar sem hólfin eru). Skerið epli og sveskjur smátt og blandið saman ásamt kryddum. Fyllið hjörtun vel.
Steikið í olíu í háum potti (fitan getur frussast út um allt). Kryddið með salt og pipar. Brúnið á öllum hliðum. Bætið lauk og síðan vatni. Sjóðið í amk 2 tíma á lágum hita.
Þegar hjörtun eru tilbúin þá hellið rjóma í soðið (og smá sósujafnara) og sjóðið í nokkrar mínútur.

Það passar vel að bera fram rabarbarasultu og kartöflumús með lambahjörtum. Kartöflumús er bæði auðvelt og þægilegt meðlæti.

Fyllt lambahjörtu með sveskjum og eplum. Meðlæti á myndinni: bakaðar rauðrófur, rabarbarasulta og grænbaunamauk.

.

ÍSLENSKTINNMATURHJÖRTURABARBARASULTAKARTÖFLUMÚSHERRAMANNSMATUR

— STEIKT KRYDDLEGIN HJÖRTU —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.