Kryddlegin hjörtu – Herramannsmatur
Það má með sanni segja að innmatur sé herramannsmatur sem mætti vera oftar á borðum landsmanna. Ekki bara að hann er ódýr heldur er hann bráðhollur – stútfullur af hollustu.
Þó fólk eigi misgóðar minningar frá innmat úr æsku er ástæðulaust að láta það trufla sig. Úrval krydda og grænmetis í nútímanum er í hæstu hæðum auðvelt að útbúa veislumat úr innmatnum.
— ÍSLENSKT — INNMATUR — HJÖRTU — RABARBARASULTA — KARTÖFLUMÚS — HERRAMANNSMATUR —
.
Steikt kryddlegin hjörtu
5-6 lambahjörtu
1 stórt grænt epli
1 b sveskjur
1 msk timian
1/3 tsk chili
salt og pipar
1/2 rauðlaukur, saxaður gróft
olía til steikingar
1/2 b vatn
2-3 dl rjómi
kjötkraftur
Snyrtið hjörtun og skerið þvert inn í þau (þar sem hólfin eru). Skerið epli og sveskjur smátt og blandið saman ásamt kryddum. Fyllið hjörtun vel.
Steikið í olíu í háum potti (fitan getur frussast út um allt). Kryddið með salt og pipar. Brúnið á öllum hliðum. Bætið lauk og síðan vatni. Sjóðið í amk 2 tíma á lágum hita.
Þegar hjörtun eru tilbúin þá hellið rjóma í soðið (og smá sósujafnara) og sjóðið í nokkrar mínútur.
Það passar vel að bera fram rabarbarasultu og kartöflumús með lambahjörtum. Kartöflumús er bæði auðvelt og þægilegt meðlæti.
.
— ÍSLENSKT — INNMATUR — HJÖRTU — RABARBARASULTA — KARTÖFLUMÚS — HERRAMANNSMATUR —
.