Kryddlegin hjörtu – Herramannsmatur

Kryddlegin hjörtu - Herramannsmatur INNMATUR lambahjörtu epli sveskjur innmaturinn kartöflumús sulta rabarbarasulta íslenskur matur íslenskt
Kryddlegin hjörtu – Herramannsmatur

Kryddlegin hjörtu – Herramannsmatur

Það má með sanni segja að innmatur sé herramannsmatur sem mætti vera oftar á borðum landsmanna. Ekki bara að hann er ódýr heldur er hann bráðhollur – stútfullur af hollustu.
Þó fólk eigi misgóðar minningar frá innmat úr æsku er ástæðulaust að láta það trufla sig. Úrval krydda og grænmetis í nútímanum er í hæstu hæðum auðvelt að útbúa veislumat úr innmatnum.

ÍSLENSKTINNMATURHJÖRTURABARBARASULTAKARTÖFLUMÚSHERRAMANNSMATUR

.

Steikt kryddlegin hjörtu

5-6 lambahjörtu
1 stórt grænt epli
1 b sveskjur
1 msk timian
1/3 tsk chili
salt og pipar
1/2 rauðlaukur, saxaður gróft
olía til steikingar
1/2 b vatn
2-3 dl rjómi
kjötkraftur

Snyrtið hjörtun og skerið þvert inn í þau (þar sem hólfin eru). Skerið epli og sveskjur smátt og blandið saman ásamt kryddum. Fyllið hjörtun vel.
Steikið í olíu í háum potti (fitan getur frussast út um allt). Kryddið með salt og pipar. Brúnið á öllum hliðum. Bætið lauk og síðan vatni. Sjóðið í amk 2 tíma á lágum hita.
Þegar hjörtun eru tilbúin þá hellið rjóma í soðið (og smá sósujafnara) og sjóðið í nokkrar mínútur.

Það passar vel að bera fram rabarbarasultu og kartöflumús með lambahjörtum. Kartöflumús er bæði auðvelt og þægilegt meðlæti.

Fyllt lambahjörtu með sveskjum og eplum. Meðlæti á myndinni: bakaðar rauðrófur, rabarbarasulta og grænbaunamauk.

.

ÍSLENSKTINNMATURHJÖRTURABARBARASULTAKARTÖFLUMÚSHERRAMANNSMATUR

— STEIKT KRYDDLEGIN HJÖRTU —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Matarborgin Róm á Ítalíu toppar allt og ríflega það

Matarborgin Róm. Vel má mæla með Róm fyrir mataráhugafólk og auk þess drýpur menningin þar af hverju strái og aldagamlar byggingar sjást víða. Segja má að veitingastaðir og kaffihús séu á hverju götuhorni í Rómarborg og rúmlega það. Við Bergþór dvöldum í Róm um áramótin og fórum um borgina að mestu fótgangandi, að meðaltali gengum við um tíu kílómetra á dag. Auðvelt er að fara gangandi á milli helstu ferðamannastaða.

Sómakonur í boði – veisla með mjög lítilli fyrirhöfn

Sómakonur í heimsókn. Í miklum önnum er skipulagið mikilvægt ef ekki mikilvægast. Það er frábær kostur fyrir störfum hlaðið fólk, sem vill halda veislu með sem minnstri fyrirhöfn, að fá senda heim veislubakka. Þetta reyndum við á dögunum þegar Árdís systir mín og hennar vinkonur komu hingað með stuttum fyrirvara.

Sous vide matreiðslubók

Jólagjöfin til allra sem eiga Sous Vide græju. Verðlaunakokkurinn Viktor Örn Andrésson fjallar undraheim sous vide og birtir fjölmargar uppskriftir í nýútkominni bók sem vel má mæla með.