Haframjölskökur – hamingjuaukandi smákökur

Haframjölskökur - hamingjuaukandi smákökur haframjöl smákökur jólabakstur jólasmákökur jólauppskrift klassískar haframjölskökur rúsínukökur góðar einfaldar fljótlegar
Haframjölskökur – hamingjuaukandi smákökur

Haframjölskökur

Á topp þremur yfir mínar uppáhalds smákökur þegar ég var barn voru Haframjölskökur (hinar voru Kornflexkökur og Eggjahvítukökur)  og þær eru ennþá mjög góðar. Eins og svo oft áður hringdi ég í mömmu og fékk hennar uppskrift sem er hér að neðan með heldur minni sykri en hún notaði. Það er upplagt að útbúa deigið, rúlla því upp í filmu og geyma í ísskápnum. Þá er hægt að grípa til þess þegar gesti ber að garði með skömmu fyrirvara. Tekur aðeins tíu mínútur að baka þær.

🎄

SMÁKÖKURJÓLINHAFRAMJÖLVINSÆLUSTU SMÁKÖKUUPPSKRIFTIRNAR

🎄

Haframjölskökur

2 b haframjöl
2 1/2 b hveiti
1 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
1 b sykur
1 b rúsínur
1 b smjörlíki, mjúkt (um 225 g)
2 egg.
Hnoðið öllu saman og búið til lengjur og geymið í ísskáp yfir nótt. Skerið í sneiðar, raðið á plötu og bakið við 180°C í um 10.

SMÁKÖKURJÓLINHAFRAMJÖL

🎄

 

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sætkartöflumús

Saetkartoflumus

Sætkartöflumús. Það er gott að krydda „venjulega" kartöflumús með múskati. Þessi er úr sætum kartöflum og aðeins meira krydduð en hin „venjulega“. Góð kartöflumús á alltaf við, eða kannski er betra að segja að hún eigi oft við. Í staðinn fyrir smjörið má nota rjóma, enda rjómi og smör í grunninn sama afurðin.

Súrefnishjálmur, sogæðameðferð og tannhvíttun

Súrefnishjálmur, sogæðameðferð og tannhvíttun. Við Bergþór skiptumst á að skipuleggja mánaðarlegar samverustundir, koma hvor öðrum aðeins á óvart og gera eitthvað sem við gerum ekki dags daglega. Gaman saman í mars var að láta koma okkur á óvart hjá Heilsu og útliti í Hlíðarsmára. Hjónin Sandra og Eyfi tóku á móti okkur. Hún hefur sérhæft sig í sogæðameðferðum og hann var að koma heim eftir að hafa lært tannhvíttun á Englandi

SaveSave

SaveSave

SaveSave