Haframjölskökur
Á topp þremur yfir mínar uppáhalds smákökur þegar ég var barn voru Haframjölskökur (hinar voru Kornflexkökur og Eggjahvítukökur) og þær eru ennþá mjög góðar. Eins og svo oft áður hringdi ég í mömmu og fékk hennar uppskrift sem er hér að neðan með heldur minni sykri en hún notaði. Það er upplagt að útbúa deigið, rúlla því upp í filmu og geyma í ísskápnum. Þá er hægt að grípa til þess þegar gesti ber að garði með skömmu fyrirvara. Tekur aðeins tíu mínútur að baka þær.
🎄
— SMÁKÖKUR — JÓLIN — HAFRAMJÖL — VINSÆLUSTU SMÁKÖKUUPPSKRIFTIRNAR —
🎄
Haframjölskökur
2 b haframjöl
2 1/2 b hveiti
1 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
1 b sykur
1 b rúsínur
1 b smjörlíki, mjúkt (um 225 g)
2 egg.
Hnoðið öllu saman og búið til lengjur og geymið í ísskáp yfir nótt. Skerið í sneiðar, raðið á plötu og bakið við 180°C í um 10.
— SMÁKÖKUR — JÓLIN — HAFRAMJÖL —
🎄
🎄
— SMÁKÖKUR — JÓLIN — HAFRAMJÖL —
— HAFRAMJÖLSKÖKUR —
🎄