
Ostahorn
Auðbjörg Gunnarsdóttir er ein af þessum myndarlegu baksturskonum. Reglulega setur hún inn myndir af kaffimeðlæti sínu á Gamaldags matur á fasbókinni. Á meðan hún vann á Hjúkrunarheimilinu Uppsölum gáfu þær út uppskriftabókina Magamettar og nettar meyjar og seldu upp í skemmti- og námsferð til Kaupmannahafnar – svona á að gera þetta 🙂 Auðbjörg segir að til að fá meira bragð megi setja skinku inn í ostahornin.
👛
— BRAUÐ — BAKSTUR — BOLLUR — FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR — KAUPMANNAHÖFN — FASBÓK — LEMON CURD —
👛
Ostahorn
100 g 26% rifinn ostur
250 g hveiti eða heilhveiti
2 tsk lyftiduft
1 tsk sykur
75 g smjör
2 dl súrmjólk
egg til að pensla með
rifinn ostur og/eða sesamfræ
Blandið saman hveiti, sykri og lyftidufti.
Myljið smjörið saman við, blandið ostinum í og vætið með mjólkinni.
Hnoðið vel.
Fletjið deigið út í tvær kringlóttar kökur og skerið hvora köku í átta geira.
Vefjið þeim upp frá breiðari endanum og raðið þeim á smurða plötu eða plötu klædda bökunarpappír.
Mótið horn og látið mjóa endann á deiginu lenda undir horninu.
Penslið með sundurslegnu eggi og stráið rifnum osti og eða sesamfræjum yfir
Bakið við 200°C í 15-20 mín.
👛

👛
— BRAUÐ — BAKSTUR — BOLLUR — FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR — KAUPMANNAHÖFN — FASBÓK — LEMON CURD —
— OSTAHORN —
👛