
Ostahorn
Auðbjörg Gunnarsdóttir er ein af þessum alvöru, myndarlegu baksturskonum. Hún gleður reglulega fylgjendur sína með freistandi myndum af kaffimeðlæti á fasbókarsíðunni Gamaldags matur. Á meðan hún starfaði á Hjúkrunarheimilinu Uppsölum stóð hún ásamt samstarfskonum sínum að útgáfu uppskriftabókarinnar Magamettar og nettar meyjar. Bókin seldist upp og ágóðinn fór í skemmti- og námsferð til Kaupmannahafnar – svona á að gera þetta 🙂
Auðbjörg bendir á að til að fá enn meira bragð megi setja smátt skorna skinku inn í ostahornin.
👛
— BRAUÐ — BAKSTUR — BOLLUR — FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR — KAUPMANNAHÖFN — FASBÓK — LEMON CURD — UPPSKRIFTIN Á ENSKU —
👛
Ostahorn
100 g 26% rifinn ostur
250 g hveiti eða heilhveiti
2 tsk lyftiduft
1 tsk sykur
75 g smjör
2 dl súrmjólk
egg til að pensla með
rifinn ostur og/eða sesamfræ.
Blandið saman hveiti, sykri og lyftidufti í skál.
Myljið smjörið saman við þar til blandan líkist grófu brauðmylsnu.
Blandið rifnum osti saman við og vætið deigið með súrmjólkinni.
Hnoðið deigið vel þar til það er mjúkt og samfellt.
Fletjið deigið út í tvær kringlóttar kökur og skerið hvora köku í átta geira.
Vefjið hverjum geira upp frá breiðari endanum og raðið hornunum á smurða plötu eða plötu klædda bökunarpappír.
Mótið hornin lítillega og látið mjóa endann lenda undir, svo þau haldi lögun sinni.
Penslið með sundurslegnu eggi og stráið rifnum osti og/eða sesamfræjum yfir.
Bakið við 200°C í 15–20 mínútur, eða þar til hornin eru fallega gyllt.
👛

👛
— BRAUÐ — BAKSTUR — BOLLUR — FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR — KAUPMANNAHÖFN — FASBÓK — LEMON CURD — UPPSKRIFTIN Á ENSKU —
👛

