Rifsberjahlaup
Það þarf ekki að heinsa berin af stilkunum eða taka hálfþroskuðu berin frá – þar er hleypiefni. Sama uppskrift á við um sólber.
Helsta notkun hér á bæ á rifsberjahlaupi er í uppáhaldsfiskisúpuna okkar; ÞESSA HÉR
— RIFSBER — SÓLBER — BLÁBER — SULTUR —
.
Rifsberjahlaup
2 kg rifsber
600-800 g sykur með pektin
1 l vatn
1/3 tsk salt
Skolið ber og setjið í pott ásamt vatni. Sjóðið í 20-25 mín.
maukið með kartöflupressunni og sigtið hratið frá. Bætið sykri og salti i berjasafann og sjóðið í 10 mín.
Smakkið hlaupið til 🙂
setjið í tandurhreinar krukkur og þeim lokið strax.
— RIFSBER — SÓLBER — BLÁBER — SULTUR —
.