
Jólagjögg – einfalt og fljótlegt
Á árunum þegar þjóðin drakk yfir sig af jólaglöggi fór langur tími í að undirbúa glöggið, ef ég man rétt þá sauð maður upp á allskonar góðgæti og sigtaði það síðan frá og notaði „soðið” í jólalöggið – svolítið maus en skemmtilegt aðventumaus.
Nú er öldin önnur. Þegar við skárum út og steiktum laufabrauð kom Bjarney Ingibjörg með einfalt, gott og jólalegt glögg. Létt, frískandi og bragðgott jólaglögg.
— JÓLIN — DRYKKIR — AÐVENTA — MANDARÍNUR — BJARNEY INGIBJÖRG — LAUFABRAUÐ — JÓLAGLÖGG —
.
Jólagjögg – einfalt og fljótlegt
1 flaska jólaglöggið frá Ikea
1 kanilstöng
1/2 appelsína (eða ein mandarína) í sneiðum
5 stjörnuanís
10 negulnaglar.
Allt sett í pott og hitað rólega. Passið að sjóði ekki.
Ef fólk vill drýgja má setja trönuberjasafa 1/2 lítra saman við.

— JÓLIN — DRYKKIR — AÐVENTA — MANDARÍNUR — BJARNEY INGIBJÖRG — LAUFABRAUÐ — JÓLAGLÖGG —
.