Portó í Portúgal

Portó í Portúgal play air flug
Portó í Portúgal fór beint á topp þrjú yfir uppáhalds matarborgir í heiminum.

Portó í Portúgal

Það má eiginlega segja að ég hafi hoppað hæð mína í loft upp af kátínu þegar flugfélagið Play tilkynnti um beint flug til Portó í Portúgal.

Það kemur kannski ekkert sérstaklega á óvart en við leggjum mikla áherslu á mat í ferðum okkar um heiminn og Portó er sú borg sem hefur komið mest á óvart. Hún fór beint á topp þrjú yfir uppáhalds matarborgir í heiminum.

Meðal þess sem „verður að smakka” í Portó er Francesinha samlokan, Pastel de Nata, Portvín, Pastel de Chaves og svo óteljandi saltfiskréttir.

Það verður sem sagt haldið til Portó með vorinu með Play – mæli 100% með Play og Portó.

Things to do in Porto

 PORTÓ — PORTÚGAL — PORTVÍNMATARBORGIRPLAY

.

Pastel de nata er lítil smjördeigsskál með eggjavanillubúðingi. Það er eiginlega ekki hægt að fara til Portó nema fá sér eina á dag, ef ekki tvisvar. Oftar en ekki er á afgreiðsluborðinu staukur með kanil og annar með flórsykri. Hefðin er að strá öðru hvoru yfir.
Portó í Portúgal fór beint á topp þrjú yfir uppáhalds matarborgir í heiminum. Færslan er unnin í samvinnu við Flugfélagið Play .

PLAY

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Skálað; Lyfta – drekka – lyfta

Skálað; Lyfta - drekka - lyfta.
Gaman er að lyfta glösum til að heiðra einhvern á mannamótum, eða til að skála fyrir kvöldinu, lífinu o.s.frv. Um leið og við lyftum glasi er skemmtileg venja að ná stuttu augnsambandi við þá sem við skálum við, þ.e. ef hópurinn fer ekki yfir 6-8 manns (til að ná augnsambandi má glasið því ekki fara hærra en svo að andlitið sjáist), annars lítur maður bara yfir hópinn. Þá dreypum við á, lyftum síðan glasinu aftur og lítum um leið aftur á þá sem við skálum við. Æfingin skapar meistarann.

SaveSave