Portó í Portúgal

Portó í Portúgal play air flug
Portó í Portúgal fór beint á topp þrjú yfir uppáhalds matarborgir í heiminum.

Portó í Portúgal

Það má eiginlega segja að ég hafi hoppað hæð mína í loft upp af kátínu þegar flugfélagið Play tilkynnti um beint flug til Portó í Portúgal.

Það kemur kannski ekkert sérstaklega á óvart en við leggjum mikla áherslu á mat í ferðum okkar um heiminn og Portó er sú borg sem hefur komið mest á óvart. Hún fór beint á topp þrjú yfir uppáhalds matarborgir í heiminum.

Meðal þess sem „verður að smakka” í Portó er Francesinha samlokan, Pastel de Nata, Portvín, Pastel de Chaves og svo óteljandi saltfiskréttir.

Það verður sem sagt haldið til Portó með vorinu með Play – mæli 100% með Play og Portó.

Things to do in Porto

 PORTÓ — PORTÚGAL — PORTVÍNMATARBORGIRPLAY

.

Pastel de nata er lítil smjördeigsskál með eggjavanillubúðingi. Það er eiginlega ekki hægt að fara til Portó nema fá sér eina á dag, ef ekki tvisvar. Oftar en ekki er á afgreiðsluborðinu staukur með kanil og annar með flórsykri. Hefðin er að strá öðru hvoru yfir.
Portó í Portúgal fór beint á topp þrjú yfir uppáhalds matarborgir í heiminum. Færslan er unnin í samvinnu við Flugfélagið Play .

PLAY

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.