Auglýsing
geigei geirþrúður charlesdóttir og gulli jónasar gunnlaugur jónasson ísafjörður frönsk terta franska tertan mokkakrem mokkakremi snúðar kanilsnúðar með marsipani marsipan Nýjir eftirlætisréttir 1993 guðrún garðarsdóttir húsmæðraskólinn ósk Fragilité Bókhlaða Jónasar Tómassonar
Gulli og Geigei með Frönsku tertuna, kanilsnúðana á borðinu, bakaðan ost með hnetum og mangó chutney fyrir framan sig. Dúkinn saumaði Gaigai þegar hún var á Húsmæðraskólanum Ósk árið 1951-52.

Glæsilegt kaffiboð hjá Geigei

Geirþrúður Charlesdóttir, eða Geigei eins og hún hefur alltaf verið kölluð, hefur sett svip á bæinn á Ísafirði svo um munar frá unga aldri. Félagsstörf hafa verið hennar ær og kýr og óhætt að segja að hún hafi komið víða við, hún var einn mikilvægasti hlekkurinn í Tónlistarfélaginu og söng með Sunnukórnum í áratugi, svo eitthvað sé nefnt. Þá hefur hún gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum, m.a. í bæjarstjórn, en hún var fyrsta konan til að gegna embætti forseta bæjarstjórnar og sömuleiðis var hún fyrsta konan til að vera formaður kjördæmaráðs Sjálfstæðisflokksins í Vestfjarðakjördæmi.

Geigei er alveg milljón, komin á tíræðisaldur, en aldur er sannarlega afstæður í hennar tilfelli, alltaf eldhress og allt svo elegant í kringum hana. Hún er týpan sem virðist vakna með lagt hár og varalit og hlátrasköll. Hún bauð okkur í kaffiboð með gömlum vini, Gunnlaugi Jónassyni, sem hún vann hjá um langan aldur í Bókhlöðu Jónasar Tómassonar. Gulli er litlu eldri, hefur ekki verið síðri sprauta í samfélaginu, og saman hafa þau frá mörgu skemmtilegu að segja, ótrúlegustu ævintýrum sem þau vinahópurinn lentu í á ferðalögum og í menningarlífinu. Tíminn líður ógnarhratt með þeim við glaðværð og sögur af fólki sem lifnar við í frásögnum þeirra, af t.d. gömlu snillingunum Viktor Urbancic, Carl Billich, söngvurunum Guðmundi Jónssyni, Magnúsi Jónssyni, sellóleikaranum Erling Blöndal Bengtson og mörgum fleirum. Stundum tala þau hvort í kapp við annað, svo mikið er fjörið og frásagnargleðin.

Auglýsing

Veitingarnar voru ekki af verri endanum, víðfrægu marsipansnúðarnir hennar og franska marengstertan „Fragilité“ (Brothætt) í aðalhlutverki, en hana er skylda að prófa, algjört sælgæti.

ÍSAFJÖRÐURFRAKKLANDTERTURMOKKAKREMMARENGSSNÚÐARHÚSMÆÐRASKÓLINN ÓSK

.

Geigei, Gulli, Bergþór og Albert
Geigei stráir möndluflögum yfir Frönsku tertuna

Franska tertan með mokkakreminu

4 eggjahvítur
3 dl flórsykur
2 dl möndlumjöl

Mokkakrem

2 1/2 dl rjómi
2 eggjarauður
1/2 dl flórsykur
1 1/2 tsk maísmjöl
100 g smjör
1 tsk vanillusykur
sterkt kalt kaffi

Skraut: 1/2 dl möndluflögur

Stífþeytið eggjahvítur og flórsykur. Bætið möndlumjölinu saman við.
Mótið tvo botna á bökunarpappírsklæddri plötu. Bakið við 100°C í um 20 mín.
Látið kólna.

Mokkakrem:
Þeytið eggjarauður, sykur og maísmjöl vel saman í potti. Látið suðuna koma upp og hellið rjómanum varlega út í og hrærið allan tímann.
Látið suðuna koma upp og takið af eldavélinni.
Látið kólna en hrærið í af og til til að forðast skán og að kekkir myndist.
Bætið vanillusykri, smjöri og köldu kaffi saman við og hrærið vel saman.
Setjið 3/4 af kreminu á botninn, hinn botninn yfir og restina af kreminu á.
Skreytið með möndluflögum.

Franska tertan. Uppskriftin birtist í uppskriftabók Bo Bedre árið 1966 og heitir þar Fragilité. Tertan er í miklu uppáhaldi hjá Geigei og allri fjölskyldunni.
Kanilsnúðar með marsipani. Uppskriftin er HÉR
Fallegur rósavöndur á stofuborðinu
Kanilsnúðauppskrift Guðrúnar Garðarsdóttur birtist í Nýjum eftirlætisréttum árið 1993. Lengst til hægri er Guðrún ásamt sonum sínum Garðari og Pétri.

ÍSAFJÖRÐURFRAKKLANDTERTURMOKKAKREMMARENGSSNÚÐARHÚSMÆÐRASKÓLINN ÓSK

.