Salat með marineruðum saltfiski

Saltfisksalat saltfiskur salat rúgbrauð Hjónin Þorsteinn F. Þráinsson og Eva Friðþjófsdóttir ísafjörður marineraður saltfiskur
Salat með marineruðum saltfiski – hreinasta sælgæti.

Salat með marineruðum saltfiski

Alveg fáránlega góður marineraður saltfiskur, hreinasta sælgæti. Gott að útbúa með góðum fyrirvara og bera fram með Aïoli sósu og rúgbrauði. Enn einn gæðarétturinn frá Þorsteini Þráinssyni á Ísafirði.

SALTFISKURÞORSTEINN ÞRÁINSSONÍSAFJÖRÐUR — FISKURRÚGBRAUÐAIOLI SÓSUSALÖT

.

Hjónin Þorsteinn F. Þráinsson og Eva Friðþjófsdóttir

Salat með marineruðum saltfiski

500 g saltfiskur
1-1 1/2 rauðlaukur
10 hvítlauksgeirar
20 stórar ólífur skornar í tvennt
1 paprika, skorin í sneiðar
1 krukka sólþurrkaðir tómatar, skornir gróft
1/2 tsk chilipipar
svartur pipar

Sósa:
4 msk ólífuolía
1 msk eplaedik.

Best að gera réttinn kvöldið áður en á að nota hann.
Skerið saltfiskinn í fallega strimla og setjið í skál.
Skerið rauðlauk niður, fínsaxið hvítlauk og bætið út í ásamt ólífum, papriku, sólþurrkuðum tómötum (olíuna með), kryddi og sósu.
Hellið yfir salt- fiskstrimlana og marinerið í 6 klst.
Smakkað til með pipar ef með þarf.
Berið fram með (rúg)brauði og hvítlaukssósu, aïoli.

SALTFISKURÞORSTEINN ÞRÁINSSONÍSAFJÖRÐUR — FISKURRÚGBRAUÐAIOLI SÓSUSALÖT

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hnífur og gaffall – Hvernig á að halda á þeim?

HnifaporHnifapor saman IMG_1427

Hnífur og gaffall. Það er ánægjulegt að sjá fólk sem heldur fallega á hnífapörunum, gaffallinn í vinstri hendi og hnífurinn í þeirri hægri - hvoru tveggja inni í lófanum. Ágætt að hafa í huga að þetta eru ekki vopn - munum það. Best þykir að hafa vísifingur ofan á þeim báðum sem gefur meiri stjórn á því sem er verið að gera. Munum að setja hnífapörin ekki aftur á borðið eftir að við erum byrjuð að borða. Við borðum ávallt með bæði hníf og gaffli en skerum ekki matinn fyrst í bita til að borða eingöngu með gafflinum. Á meðan á máltíð stendur eiga gaffalteinarnir að snúa niður.

Servíettubrot – munnþurrkubrot

SérvíettubrotSérvíettubrot

Servíettubrot. Farið var að nota servíettur á 15.öld að því talið er. Þá var þeim troðið ofan í hálsmálið eða bundnar um hálsinn. En nú er öldin önnur og við leggjum servíettua pent í kjöltuna. Það þarf ekki að vera svo erfitt að brjóta servíettur. En eins og með svo margt annað þá skapar æfingin meistarann :)

Friðrik krónprins í Danmörku fimmtugur

Friðrik krónprins í Danmörku er fimmtugur í dag. Við fjölskyldan slógum upp veislu honum til heiðurs, skáluðum og borðuðum danska Royal-tertu. Heitir þetta ekki að njóta lífsins? eða er það að lifa í núinu???