Salat með marineruðum saltfiski

Saltfisksalat saltfiskur salat rúgbrauð Hjónin Þorsteinn F. Þráinsson og Eva Friðþjófsdóttir ísafjörður marineraður saltfiskur
Salat með marineruðum saltfiski – hreinasta sælgæti.

Salat með marineruðum saltfiski

Alveg fáránlega góður marineraður saltfiskur, hreinasta sælgæti. Gott að útbúa með góðum fyrirvara og bera fram með Aïoli sósu og rúgbrauði. Enn einn gæðarétturinn frá Þorsteini Þráinssyni á Ísafirði.

SALTFISKURÞORSTEINN ÞRÁINSSONÍSAFJÖRÐUR — FISKURRÚGBRAUÐAIOLI SÓSUSALÖT

.

Hjónin Þorsteinn F. Þráinsson og Eva Friðþjófsdóttir

Salat með marineruðum saltfiski

500 g saltfiskur
1-1 1/2 rauðlaukur
10 hvítlauksgeirar
20 stórar ólífur skornar í tvennt
1 paprika, skorin í sneiðar
1 krukka sólþurrkaðir tómatar, skornir gróft
1/2 tsk chilipipar
svartur pipar

Sósa:
4 msk ólífuolía
1 msk eplaedik.

Best að gera réttinn kvöldið áður en á að nota hann.
Skerið saltfiskinn í fallega strimla og setjið í skál.
Skerið rauðlauk niður, fínsaxið hvítlauk og bætið út í ásamt ólífum, papriku, sólþurrkuðum tómötum (olíuna með), kryddi og sósu.
Hellið yfir salt- fiskstrimlana og marinerið í 6 klst.
Smakkað til með pipar ef með þarf.
Berið fram með (rúg)brauði og hvítlaukssósu, aïoli.

SALTFISKURÞORSTEINN ÞRÁINSSONÍSAFJÖRÐUR — FISKURRÚGBRAUÐAIOLI SÓSUSALÖT

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Marshall restaurant á ferskum Grandagarði

Marshall restaurant. Glaðir vorvindar geysast um Grandann í Reykjavík og miðbærinn hefur nú teygt sig alla leið þangað. Marshall restaurant í samnefndu húsi er hluti af nýjum ferskum Grandagarði.

Á fyrstu hæðinni í Marshall húsinu er rúmgóður veitingastaður, hann er bjartur enda stórir gluggar í báðar áttir. Yndislegt útsýni er yfir höfnina þar sem bátar af ýmsum stærðum og gerðum sigla inn og út. Fín hnífapör og hvítar tauservíettur, alltaf segir það nú sitthvað um staðinn og sem fyrstu áhrif sem maður fær á tilfinninguna fyrir því að hér sé vandað til verka.