Salat með marineruðum saltfiski
Alveg fáránlega góður marineraður saltfiskur, hreinasta sælgæti. Gott að útbúa með góðum fyrirvara og bera fram með Aïoli sósu og rúgbrauði. Enn einn gæðarétturinn frá Þorsteini Þráinssyni á Ísafirði.
— SALTFISKUR — ÞORSTEINN ÞRÁINSSON — ÍSAFJÖRÐUR — FISKUR — RÚGBRAUÐ — AIOLI SÓSU — SALÖT —
.
Salat með marineruðum saltfiski
500 g saltfiskur
1-1 1/2 rauðlaukur
10 hvítlauksgeirar
20 stórar ólífur skornar í tvennt
1 paprika, skorin í sneiðar
1 krukka sólþurrkaðir tómatar, skornir gróft
1/2 tsk chilipipar
svartur pipar
Sósa:
4 msk ólífuolía
1 msk eplaedik.
Best að gera réttinn kvöldið áður en á að nota hann.
Skerið saltfiskinn í fallega strimla og setjið í skál. Skerið rauðlauk niður, fínsaxið hvítlauk og bætið út í ásamt ólífum, papriku, sólþurrkuðum tómötum (olíuna með), kryddi og sósu. Hellið yfir salt- fiskstrimlana og marinerið í 6 klst. Smakkað til með pipar ef með þarf. Berið fram með (rúg)brauði og hvítlaukssósu, aïoli.
— SALTFISKUR — ÞORSTEINN ÞRÁINSSON — ÍSAFJÖRÐUR — FISKUR — RÚGBRAUÐ — AIOLI SÓSU — SALÖT —
.