Sítrónusmákökur

Sítrónusmákökur smákökur jólasmákökur jólin jólauppskriftir sítrónur lemon cookies
Sítrónusmákökur

Sítrónusmákökur

Það er eitthvað svo notalegt að baka smákökur, bökunarilmurinn gleður ekki síður en bragðið af góðum smákökum. Í gamla daga var oft mun meira af sykri í smákökum en í seinni tíð. Gott að hafa hugfast að það hefur engin áhrif á deigið, baksturinn eða annað að minnka sykurinn.

— SMÁKÖKUR — JÓLINSKÍRT SMJÖR

.

Sítrónusmákökur

2 egg
2/3 b sykur

125 g skírt smjör
2 b hveiti
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
2 msk sítrónusafi
2 tsk sítrónubörkur
1 tsk vanilla

Flórsykur til skrauts.

Þeytið saman egg og sykur. Bætið við smjöri og hrærið áfram.
Blandið saman þurrefnunum og setjið saman við eggjahræruna ásamt sítrónusafa, berki og vanillu.
Setjið með teskeið á bökunarpappírsklædda plötu.
Bakið við 175°C í 10-12 mínútur.

— SMÁKÖKUR — JÓLINSKÍRT SMJÖR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ítalskt tómatasalat

Ítalskt tómatasalat. Hollt og gott tómatasalat eins og þetta passar með flestum réttum, já ef ekki bara öllum. Það er ágætt að láta salatið standa í um klukkustund áður en það er borið fram.

Svona appelsínueitthvað

Appelsínueitthvað

Svona appelsínueitthvað. Þegar mikið stendur til hringi ég uppskriftavinkonur mínar. Núna var það Kata sem góðfúslega gaf mér þessa uppskrift. Þó Kata sé rúmum aldarfjórðungi eldri en ég finnst mér stundum eins og hún sé yngri en ég, gaman þegar fólk er alla ævi ungt í anda. Þegar ég hringdi voru matargestir nýfarnir frá henni sem allir voru alsælir með veitingarnar (kemur engum á óvart sem þekkir Kötu). Í eftirrétt fengu þau þennan appelsínurétt sem er hugmynd Kötu. „Æ! þetta er bara svona appelsínu eitthvað" segir Kata aðspurð um nafnið á réttinum.