Sítrónusmákökur
Það er eitthvað svo notalegt að baka smákökur, bökunarilmurinn gleður ekki síður en bragðið af góðum smákökum. Í gamla daga var oft mun meira af sykri í smákökum en í seinni tíð. Gott að hafa hugfast að það hefur engin áhrif á deigið, baksturinn eða annað að minnka sykurinn.
— SMÁKÖKUR — JÓLIN — SKÍRT SMJÖR —
.
Sítrónusmákökur
2 egg
2/3 b sykur
125 g skírt smjör
2 b hveiti
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
2 msk sítrónusafi
2 tsk sítrónubörkur
1 tsk vanilla
Flórsykur til skrauts.
Þeytið saman egg og sykur. Bætið við smjöri og hrærið áfram.
Blandið saman þurrefnunum og setjið saman við eggjahræruna ásamt sítrónusafa, berki og vanillu.
Setjið með teskeið á bökunarpappírsklædda plötu.
Bakið við 175°C í 10-12 mínútur.
— SMÁKÖKUR — JÓLIN — SKÍRT SMJÖR —
.