Hjarta með kanil- og vanillufyllingu

Hjarta með kanil- og vanillufyllingu kvennakór ísafjarðar ísafjörður Arndís Baldursdóttir kaffimeðlæti bakkelsi kringla vanillufylling kringla kringlur Royal vanillubúðingur
Hjarta með kanil- og vanillufyllingu

Hjarta með kanil- og vanillufyllingu

Arndís Baldursdóttir kom með Hjarta með kanil- og vanillufyllingu á hlaðborð Kvennakórs Ísafjarðar. Hjartað er þekkt undir vinnuheitinu „Kringlan” hjá fjölskyldunni, var upphaflega mótuð í kringlulaga og hefur verið bökuð í rúmlega 40 ár við hin ýmsu tilefni og á afmælisdögum er hún gjarnan mótuð í tölustaf og skreytt með kertum og fánum, allir elska hana sem smakka. Þarna sameinast nýbakað gerdeigið, mjúk vanillufyllingin og glassúrinn í bakkelsi sem er ógleymanlegt.

KVENNAKÓR ÍSAFJARÐARKRINGLURAFMÆLIÍSAFJÖRÐUR

.

Hjarta með kanil- og vanillufyllingu

1 1/2 dl mjólk
1 1/2 dl heitt vatn
5 tsk þurrger
8 1/2 dl hveiti
1/2 dl sykur
100 gr smjörlíki eða smjör
1 egg til penslunar

Fylling:
1 pakki Royal vanillubúðingur hrærður út í
2 1/2 dl. af kaldri mjólk (látið standa í smá stund)
Kanilsykur blanda eftir smekk
Rúsínur

Glassúr:
Flórsykur
Heitt vatn

Mjólk, heitt vatn og þurrger sett í skál, látið bíða í ca 4 mínútur og hrærið svo saman.

Hveiti, sykur og smjörlíki er mulið saman í fínt duft og blandað svo saman við
vökvann og hrært með sleif eða hnoðað í hrærivél. Rakur klútur eða plastfilma sett yfir skálina og deigið látið lyfta sér á hlýjum stað í 30 mínútur.
Fletjið út með kökukefli í lengju sem er ca. 50×30 cm. Einnig er hægt að skipta deiginu í tvo hluta og búa til tvö fíngerðari hjörtu og skipta þá fyllingunni einnig til helminga.

Vanillu fyllingunni er næst smurt á lengjuna, og kanilsykri stráð yfir. Rúllið upp lengjunni og leggið á bökunarpappír í hring eða hjarta. Klippið 2ja cm. sneiðar niður að botni lengjunnar með skærum allan hringinn og leggið sneiðarnar í sitthvora áttina svo að það myndist fallegt munstur. Látið lyfta sér aftur á plötunni í 10-30 mínútur.

Penslið með eggi.
Bakið við 180°C þar til lengjan er ljósbrún eða ca. 20 mínútur.
Glassúr settur í sprautupoka og sprautað í fínum línum yfir lengjuna þegar hún hefur
kólnað.

KVENNAKÓR ÍSAFJARÐARKRINGLURAFMÆLIÍSAFJÖRÐUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Súkkulaðiterta í potti – sérlega góð og einföld

Súkkulaðiterta í potti. Neyðin kennir naktri konu að spinna eins og þar stendur. Gunnar Bjarnason og Helena Steinarsdóttir bjuggu í tvö ár í Tyrklandi, um tíma þar voru þau hvorki með hrærivél né handþeytara. Helena dó ekki ráðalaus frekar en fyrridaginn þegar fjölskyldunni langaði í tertu, hún fór á netið og fann tertu sem hvorki þurfti að hræra né þeyta. Aðeins bræða í potti, blanda saman og baka. Einföld snilld

Óla rúgbrauð

Rúgbrauð með marineraðri síld. Það er nú meira hversu mikill munur er á rúgbrauði og rúgbrauði. Sumt rúgbrauð sem bakað er í bakaríum er ekki étandi vegna sætinda, það þarf næstum því að setja rauðan viðvörunarmiða á nokkrar tegundir.