Hjarta með kanil- og vanillufyllingu

Hjarta með kanil- og vanillufyllingu kvennakór ísafjarðar ísafjörður Arndís Baldursdóttir kaffimeðlæti bakkelsi kringla vanillufylling kringla kringlur Royal vanillubúðingur
Hjarta með kanil- og vanillufyllingu

Hjarta með kanil- og vanillufyllingu

Arndís Baldursdóttir kom með Hjarta með kanil- og vanillufyllingu á hlaðborð Kvennakórs Ísafjarðar. Hjartað er þekkt undir vinnuheitinu „Kringlan” hjá fjölskyldunni, var upphaflega mótuð í kringlulaga og hefur verið bökuð í rúmlega 40 ár við hin ýmsu tilefni og á afmælisdögum er hún gjarnan mótuð í tölustaf og skreytt með kertum og fánum, allir elska hana sem smakka. Þarna sameinast nýbakað gerdeigið, mjúk vanillufyllingin og glassúrinn í bakkelsi sem er ógleymanlegt.

KVENNAKÓR ÍSAFJARÐARKRINGLURAFMÆLIÍSAFJÖRÐUR

.

Hjarta með kanil- og vanillufyllingu

1 1/2 dl mjólk
1 1/2 dl heitt vatn
5 tsk þurrger
8 1/2 dl hveiti
1/2 dl sykur
100 gr smjörlíki eða smjör
1 egg til penslunar

Fylling:
1 pakki Royal vanillubúðingur hrærður út í
2 1/2 dl. af kaldri mjólk (látið standa í smá stund)
Kanilsykur blanda eftir smekk
Rúsínur

Glassúr:
Flórsykur
Heitt vatn

Mjólk, heitt vatn og þurrger sett í skál, látið bíða í ca 4 mínútur og hrærið svo saman.

Hveiti, sykur og smjörlíki er mulið saman í fínt duft og blandað svo saman við
vökvann og hrært með sleif eða hnoðað í hrærivél. Rakur klútur eða plastfilma sett yfir skálina og deigið látið lyfta sér á hlýjum stað í 30 mínútur.
Fletjið út með kökukefli í lengju sem er ca. 50×30 cm. Einnig er hægt að skipta deiginu í tvo hluta og búa til tvö fíngerðari hjörtu og skipta þá fyllingunni einnig til helminga.

Vanillu fyllingunni er næst smurt á lengjuna, og kanilsykri stráð yfir. Rúllið upp lengjunni og leggið á bökunarpappír í hring eða hjarta. Klippið 2ja cm. sneiðar niður að botni lengjunnar með skærum allan hringinn og leggið sneiðarnar í sitthvora áttina svo að það myndist fallegt munstur. Látið lyfta sér aftur á plötunni í 10-30 mínútur.

Penslið með eggi.
Bakið við 180°C þar til lengjan er ljósbrún eða ca. 20 mínútur.
Glassúr settur í sprautupoka og sprautað í fínum línum yfir lengjuna þegar hún hefur
kólnað.

KVENNAKÓR ÍSAFJARÐARKRINGLURAFMÆLIÍSAFJÖRÐUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.