Svalandi rabarbaradrykkur

Svalandi rabarbaradrykkur Hulda steinsdóttir Hlöðver, Halldór, Albert, Bergþór og Viðar við eldhúsborðið á Brimnesi brimnes sætabrauðsdrengirnir Marsibil fær sér svalandi rabarbaradrykk
Svalandi rabarbaradrykkur

Svalandi rabarbaradrykkur

Á tónleikaferð Sætabrauðsdrengjanna um landið í sumar var boðið í kaffi næstum því daglega. Mamma bauð upp á snúðatertu en á undan því var svalandi rabarbaradrykkur. Drykkur þessi er góður mjög ljúffengur með blávatni saman við eða sódavatni. Bensonat er rotvarnarefni og fæst í flestum matvörubúðum og vínsýra fæst í Ámunni. Hressandi drykkur. Fimm kíló af rabarbara gefa rúmlega 4 lítra af vökva ( sem mætti nú eiginlega kalla þykkni).

RABARBARISÆTABRAUÐSDRENGIRNIRSNÚÐAKAKAMAMMA

.

Marsibil fær sér svalandi rabarbaradrykk

Svalandi rabarbaradrykkur

5 kg rabarbari

5 kg sykur

1 1/2 – 2 msk bensonat

5 g vínsýra

rauður matarlitur, nokkrir dropar

Skolið rabarbaraleggina og skerið í bita. Setjið allt í hreina fötu og setjið lok yfir. Látið standa á frekar svölum stað í 10 daga, hrærið í ca annan hvern dag.

Sigtið rabarbarann frá, bætið matarlit við og setjið drykkinn á flöskur. Kælið eða frystið. Ath að þetta er eins og þykkni sem þarf að blanda með vatni eða sódavatni í sömu hlutföllum og djús.

Uppskriftin birtist “í einhverjum bæklingi”….

IMG_8734
Hulda, Hlöðver, Halldór, Albert, Bergþór og Viðar við eldhúsborðið á Brimnesi
Rabarbari í potti

.

— SVALANDI RABARBARADRYKKUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kelpnúðlur með pestói og spergilkáli

Kelp núðlusalat

Kelpnúðlur með pestó og spergilkáli. Kelp er þarategund, einskonar grænmeti úr sjó, sem inniheldur mikið af joði, kalíum, járni og kalki. Í 100 g af kelp eru aðeins FIMM HITAEININGAR og eitt gramm af kolvetnum.

Marengsrúlla – ljúffeng og ömmuleg

Marengsrúlla. Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir þá hef ég hvatt til þess að borða hollt með því meðal annars að draga úr sykri. Það er ekki þar með sagt að við þurfum að sniðganga sætindi, verum bara meðvituð hvað við borðum. Þessi marengsrúlla bragðast afar vel og satt best að segja gleymdi ég alveg að vera meðvitaður þegar ég komst í hana.... Átta ára stúlka fékk sér sneið og sagði að hún væri svo ljúffeng að það væri eins og einhver amma hefði bakað hana. 

Grískur kjúklingaréttur

Grikkland

Grískur kjúklingur. Alltaf er nú skemmtilegt að prófa rétti frá öðrum löndum. Eins og sjá má í uppskriftinni eiga að vera kjúklingabaunir en því miður gleymdi ég að kaupa þær, þess vegna sjást engar baunir á myndunum. Fetaostinn fékk ég í Tyrkneskum basar í Síðumúlanum. Og í upphaflegur uppskriftinni er tekið fram að í þennan rétt eigi að nota 12 ólífur....

Fyrri færsla
Næsta færsla