Svalandi rabarbaradrykkur

Svalandi rabarbaradrykkur Hulda steinsdóttir Hlöðver, Halldór, Albert, Bergþór og Viðar við eldhúsborðið á Brimnesi brimnes sætabrauðsdrengirnir Marsibil fær sér svalandi rabarbaradrykk
Svalandi rabarbaradrykkur

Svalandi rabarbaradrykkur

Á tónleikaferð Sætabrauðsdrengjanna um landið í sumar var boðið í kaffi næstum því daglega. Mamma bauð upp á snúðatertu en á undan því var svalandi rabarbaradrykkur. Drykkur þessi er góður mjög ljúffengur með blávatni saman við eða sódavatni. Bensonat er rotvarnarefni og fæst í flestum matvörubúðum og vínsýra fæst í Ámunni. Hressandi drykkur. Fimm kíló af rabarbara gefa rúmlega 4 lítra af vökva ( sem mætti nú eiginlega kalla þykkni).

RABARBARISÆTABRAUÐSDRENGIRNIRSNÚÐAKAKAMAMMA

.

Marsibil fær sér svalandi rabarbaradrykk

Svalandi rabarbaradrykkur

5 kg rabarbari

5 kg sykur

1 1/2 – 2 msk bensonat

5 g vínsýra

rauður matarlitur, nokkrir dropar

Skolið rabarbaraleggina og skerið í bita. Setjið allt í hreina fötu og setjið lok yfir. Látið standa á frekar svölum stað í 10 daga, hrærið í ca annan hvern dag.

Sigtið rabarbarann frá, bætið matarlit við og setjið drykkinn á flöskur. Kælið eða frystið. Ath að þetta er eins og þykkni sem þarf að blanda með vatni eða sódavatni í sömu hlutföllum og djús.

Uppskriftin birtist “í einhverjum bæklingi”….

IMG_8734
Hulda, Hlöðver, Halldór, Albert, Bergþór og Viðar við eldhúsborðið á Brimnesi
Rabarbari í potti

.

— SVALANDI RABARBARADRYKKUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla
Næsta færsla