Svalandi rabarbaradrykkur

Svalandi rabarbaradrykkur Hulda steinsdóttir Hlöðver, Halldór, Albert, Bergþór og Viðar við eldhúsborðið á Brimnesi brimnes sætabrauðsdrengirnir Marsibil fær sér svalandi rabarbaradrykk
Svalandi rabarbaradrykkur

Svalandi rabarbaradrykkur

Á tónleikaferð Sætabrauðsdrengjanna um landið í sumar var boðið í kaffi næstum því daglega. Mamma bauð upp á snúðatertu en á undan því var svalandi rabarbaradrykkur. Drykkur þessi er góður mjög ljúffengur með blávatni saman við eða sódavatni. Bensonat er rotvarnarefni og fæst í flestum matvörubúðum og vínsýra fæst í Ámunni. Hressandi drykkur. Fimm kíló af rabarbara gefa rúmlega 4 lítra af vökva ( sem mætti nú eiginlega kalla þykkni).

RABARBARISÆTABRAUÐSDRENGIRNIRSNÚÐAKAKAMAMMA

.

Marsibil fær sér svalandi rabarbaradrykk

Svalandi rabarbaradrykkur

5 kg rabarbari

5 kg sykur

1 1/2 – 2 msk bensonat

5 g vínsýra

rauður matarlitur, nokkrir dropar

Skolið rabarbaraleggina og skerið í bita. Setjið allt í hreina fötu og setjið lok yfir. Látið standa á frekar svölum stað í 10 daga, hrærið í ca annan hvern dag.

Sigtið rabarbarann frá, bætið matarlit við og setjið drykkinn á flöskur. Kælið eða frystið. Ath að þetta er eins og þykkni sem þarf að blanda með vatni eða sódavatni í sömu hlutföllum og djús.

Uppskriftin birtist “í einhverjum bæklingi”….

IMG_8734
Hulda, Hlöðver, Halldór, Albert, Bergþór og Viðar við eldhúsborðið á Brimnesi
Rabarbari í potti

.

— SVALANDI RABARBARADRYKKUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Royal döðluterta – uppskriftin sem ekki má gefa neinum

Royal döðluterta. Mamma á handskrifaða uppskrifabók frá því í Kvennaskólanum á Blönduósi, bók sem ég er búinn að fletta síðan ég man eftir mér. Í barnæsku bættum við systkinin við einni og einni uppskrift í bókina.

Nýlega rakst ég á þessa uppskrift og bráðskemmtilega athugasemd með: Má ekki gefa neinum nema Sigrúnu í Dölum fyrir fermingu Steinu en hún má ekki láta hana.

Public House

Public House. Við Laugaveginn í Reykjavík, rétt fyrir ofan Klapparstígsgatnamótin er veitingahúsið Public House. Notalegur vinsæll staður sem greinilega margir njóta að heimsækja beint af götunni. Þann tíma sem við sátum á Public House var stöðugt rennerí og staðurinn svo að segja fullsetinn allt kvöldið.

Fyrri færsla
Næsta færsla