Lax í sítrónusósu

Lax í sítrónusósu fiskur í ofni anna lóa guðmundsdóttir ísafjörður fiskréttur bakaður fiskur
Lax í sítrónusósu – hreinasta lostæti.

Lax í sítrónusósu 

Þessi fiskréttur er hreinasta lostæti, heiðurinn af honum á Anna Lóa Guðmundsdóttir á Ísafirði.

— ANNA LÓALAXSÍTRÓNURFISKURÍSAFJÖRÐUR

.

Lax í sítrónusósu

Lax í sítrónusósu fyrir 4

4 góðir roðlausir laxabitar
u.þ.b. 150 gr rækjur

Sósan
1 msk smjör brædd í potti
1 msk hveiti hrært í, búin til bolla
3 dl rjómi hrært í og
u.þ.b. 4 msk creme fraiche
1/2 msk humarfond eða 1/3 fiskiteningur
rifinn börkur af einni sítrónu og sítrónusafi 1-2 msk. Smakkað til.

Laxinn settur í ofnfast fat, smá salt og sósan yfir. Bakið í uþb 15 mín. við 200°C

Dreifið rækjunum yfir áður en rétturinn er borinn fram.

Berið fram með kartöflum, hrísgrjónum eða salati.

Albert, Bergþór, Gunnlaugur og Anna Lóa. Á borðinu er sveppabakan góða.

— ANNA LÓALAXSÍTRÓNURFISKURÍSAFJÖRÐUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Marengsrúlluterta með myntukremi – Þjóðlegt með kaffinu

Marengsrúlluterta með myntukremi. Jóna Símonía Bjarnadóttir og Guðfinna M. Hreiðarsdóttir gefa út bækurnar Þjóðlegt með kaffinu og Þjóðlegar hnallþórur. Þær halda einnig úti síðu á fasbókarsíðunni Þjóðlegt með kaffinu. Þær eru báðar sagnfræðingar þannig að áhuginn á matargerð fyrri tíma á sér fræðilegan bakgrunn. Hugmyndin að bókunum kviknaði fyrir nokkrum árum þegar þær voru að velta fyrir sér hvað væri hægt að selja erlendum ferðamönnum sem væri bæði létt og fyrirferðarlítið í farangri.

Ostakúla með beikoni, hnetum og döðlum

Ostakúla með beikoni, hnetum og döðlum. Ef einhver er í tímaþröng en vill bjóð upp á góðgæt er þessi ostakúla tilvalin. Ef eitthvað er þá verður hún bara betri við að bíða í ísskápnum yfir nótt.

Fíkjusalat með portvíni

Fikjusalat

Fíkjusalat með portvíni. Er alveg að missa mig í Downton Abbey uppskriftum. Í þáttunum er þetta fíkjusalat milliréttur. Dressinguna á að sjóða niður svo hún minni á síróp, ekki samt þykkt síróp. Dressingin stífnar í ísskápnum. Fíkjurnar verða næstum því óbærilega góðar, sjálfur gerði ég mér margar ferðir í ísskápinn til að „athuga hvort ekki væri allt í lagi"....