Jólaskreytingar

Með vinningshöfunum Katrín Ósk Þráinsdóttir Guðbjörg Rut Þórisdóttir
Jólaskreytingadómararnir

Það fara að verða fastir liðir hjá okkur Bergþóri að dæma jólaskreytingar í fyrirtækjum á aðventunni svona á milli þess sem við dæmum smákökur. Starfsfólk Menntamálastofnunar fór „alla leið” í jólaskreytingunum og mikill metnaður hjá öllum. Þessi fjörugi leikur flokkast klárlega undir hópefli og fleiri vinnustaðir mættu taka upp.

Með vinningshöfunum Katrínu Ósk Þráinsdóttur og Guðbjörgu Rut Þórisdóttur

Harpa bauð upp á sér-innflutt gæðasúkkulaði og fékk fyrir auka stig 😉
Arnór forstjóri söng fyrir okkur jólalag
Frumlegheitin í fyrirrúmi. Svart/hvít jólamynd í litlu sjónvarpstæki
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Lax undir krydduðu grænmeti

Lax

Lax undir krydduðu grænmeti. Sítrónur eru góðar í flestum mat, tja ef ekki bara öllum. Í raun má nota það grænmeti sem er til í þennan rétt. Þó grænmetið skipti máli skiptir kryddið í raun meira máli hér eins og annarsstaðar. Lax er feitur og góður fiskur og í miklu uppáhaldi ásamt öðrum feitum fiskum.

Bláberjadýfa

Bláberjadýfa. Við fórum í berjamó á dögunum og tíndum ber í tugkílóatali. Það er unaðslegt að liggja úti í guðsgrænni náttúrinni og tína ber - fullkomin jarðtenging...