Kúmensnúðar – nýbakaðir snúðar heilla alltaf

 

Nýbakaðir kúmensnúðar heilla alltaf snúðar kúmen gerbakstur gersnúðar
Nýbakaðir kúmensnúðar heilla alltaf

Kúmensnúðar

Það er frekar æskilegt að „poppa” aðeins upp sumar gamlar uppskriftir. Bæði er úrval hráefna til baksturs meiri og við erum líka upplýstari um hvað er æskilegt og hvað ekki. Þannig má oft minnka sykurmagn um amk. helming, blanda saman hveiti og spelti.

Á mínum uppvaxtarárum voru kúmensnúðar reglulega bakaðir og kláruðust held ég alltaf áður en dagurinn var allur. Hef mun minna af sykri í þeim en var notað í gamla daga.

Hélt í mörg ár að það væri aðeins fyrir framúrskarandi bökunarfólk að handleika gerdeig. Oft var ég stressaður yfir að vatnið væri of kalt eða of heitt og fleira. En svo er gerbakstur bæði auðveldur og skemmtilegur. Maður þjálfast upp í þessu eins og öðru.

SNÚÐAKAKAKÚMENGERBAKSTURSVANDAMÁLENGLISH

.

Kúmensnúðar

1 1/2 kg hveiti
2 – 3 msk kúmen
ca 4 bollar vatn um 37°
2 msk matarolía
1 dl. ab mjólk
2 tsk sykur
2 tsk salt
2 msk ger
200 g smjör(líki) (við stofuhita)
3-4 msk kanilsykur

Blandið saman vatni, matarolíu, ab mjólk, sykri, salti og geri. Setjið hveiti og kúmen í hrærivélaskál, bætið gerblöndunni saman við og hrærið saman. Látið deigið lyfta sér góða stund.

Fletjið út, smyrjið smjörinu/smjörlíkinu á, stráið kanilsykrinum yfir og rúllið upp. Skerið í ca 3 cm sneiðar, raðið á bökunarpappír í ofnskúffu og láið lyfta sér aftur í amk klst. Bakið í um 20 mín við 180°C

.

SNÚÐAKAKAKÚMENGERBAKSTURSVANDAMÁLENGLISH

— KÚMENSNÚÐAR —

.

SaveSave

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sænskar semlor

semlur

Sænskar semlor. Svíar byrja öllu fyrr að baka bolludagsbollur en við. Fljótlega upp úr áramótum fara að sjást semlor í bakaríum. Kannski er alveg ástæðulaust að tengja bollur við ákveðinn dag, einu sinni á ári. Sænskar semlur eru afar ljúffengar og runnu vel niður í maga okkar í síðustu ferð til Svíþjóðar.

Ljómandi góð eplakaka

Eplaterta

Ljómandi góð eplakaka. Gaman að segja frá því að Vilborg systir mín á afmæli í dag, sú sama og Villuterta er nefnd eftir. Hún bauð í afmæliskaffi og á borðum var fjöldinn allur af tertum og öðru góðgæti. Þar á meðal þessi eplakaka sem bragðaðist ljómandi vel

Gulrótakaka

Gulrótaterta

Gulrótakaka eins og þessi hentar hvort sem er með kaffinu eða í eftirrétt. Eins og með aðrar hráfæðistertur tekur ekki langa stund að útbúa hana og hún er næstum því óbærilega góð. Það þarf ekki að leggja möndlur í bleyti en ef þið hafið tíma til að láta þær liggja í nokkrar klukkustundir eða yfir nótt verða þær betri. Hingað komu nokkrir stórsöngvarar í kaffi og gúffuðu í sig tertunni með