Snittubrauð

Snittubrauð. Það má segja að gríðarlegur munur sé milli bakaría á snittubrauðum. Oft förum við í Sandholtsbakarí og fáum brauð þar. Þau eru bæði stökk, mjúk að innan, loftmikil og bragðgóð. Það er ágætt ráð að taka osta úr ísskáp 4-6 klst áður en þeir eru borðaðir, við það verða þeir bragðmeiri og mýkri. Gott snittubrauð, feitir mjúkir ostar og heimagert pestó – fullkomið.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hvítsúkkulaðimús með sérrýlegnum makkarónum

Hvítsúkkulaðimús með sérrýlegnum makkarónum. Það upplýsist hér og nú að ég á nokkrar extragóðar tertu- og eftirréttavinkonur. Þær hringi ég í þegar mikið liggur við, t.d. þegar Tobba á matarvef moggans hefur samband og óskar eftir hátíðlegur eftirréttum. Kata er ein þessara vinkvenna, hún tók nú ljúflega í uppskrift.

Grænmetislasagna Dóru Emils

Lasagna

Lasagna Dóru Emils. Satt best að segja er það Dóru að þakka að ég fékk áhuga á grænmetisfæði hún er afar fær á því sviði. Í mínu ungdæmi var svona matur kallaður gras og mikið hlegið að grænmetisætunni Fríðu Fennel í þættinum "Gættu að hvað þú gerir maður" En nú er öldin aldeilis önnur og við vitum að grænmeti gerir okkur gott enda eru fleiri og fleiri sem taka mataræði sitt í gegn.

Kvöldkaffi hjá kvenfélagskonum í Flóanum

Kvöldkaffi hjá kvenfélagskonum í Flóanum. Starf kvenfélaga víða um land stendur í miklum blóma. Konurnar leggja á sig mikla vinnu, safna peningum sem síðan renna til góðra málefna, auk þess sem félagsskapurinn eykur samheldni og styrkir einstaklingana, sem oft springa út sem áhrifavaldar í samfélaginu.  Í vikunni var okkur boðið að spjalla við kvenfélagskonur í Flóanum og að sjálfsögðu svignuðu borðin af dásamlegu góðgæti.. Kvenfélög Hraungerðishrepps, Villingaholtshrepps og Gaulverjabæjarhrepps halda saman árlega kvöldvöku á vorin.  Mikið á vel við mig að vera boðinn í kaffisamsæti þar sem veisluborðið er hlaðið að heimagerðu bakkelsi og hitta skemmtilegt fólk!