Á að stafla saman óhreinum diskum?

Á að stafla saman óhreinum diskum? Borðsiðir, kurteisi, mannasiðir, Þjónarnir stafla diskunum, ekki við. Á að stafla saman diskum?
Á að stafla saman óhreinum diskum?

Á að stafla saman óhreinum diskum?

Margir halda að það auðveldi störf þjóna að stafla saman diskunum þegar við erum búin að borða. Við stöflum ekki saman diskunum, það auðveldar ekki þjónunum störf sín – síður en svo. Þegar við höfum lokið við að borða leggjum við hnífapörin saman og gefum þannig þjónustufólki merki um að við séum hætt að borða.  EN þar sem eru mikil þrengsli eins og stundum er á þorrablótum getur hjálpað að stafla saman. Aldrei á veitingastöðum.
Það sama á við um kaffibolla og fyrirdiska. Við forðumst að setja undirdiskinn með bollanum á, ofan á restina af rjómatertunni á fyrirdisknum.

KURTEISI/BORÐSIÐIRFYRIRDISKURRJÓMATERTURHNÍFAPÖRVEITINGA- OG KAFFIHÚSÞORRABLÓTKAFFIBOLLAR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hrísgrjónagrautur á laugardegi – skotheld aðferð til að gera grautinn silkimjúkan

Hrísgrjónagrautur

Hrísgrjónagrautur. Öll búskaparár foreldra minna hefur hrísgrjónagrautur verið á borðum í hádeginu á laugardögum. Við systkinin reynum hvað við getum að viðhalda þessum sið og skiptumst á að elda grautinn og bjóða heim og í dag var komið að mér.

Steiktur fiskur í kókosraspi með eplum og banönum, borinn fram með hnetusósu

Steiktur fiskur í kókosraspi með eplum og banönum, borinn fram með hnetusósu. Björgu Þórsdóttur kynntist ég þegar hún lærði söng í Listaháskólanum. Hún er annáluð fyrir góðan mat og mataráhuga og við áttum það til að gleyma okkur í matarumræðum í skólanum. Einhverju sinni heyrðist á skrifstofunni „Hvað heitir aftur vinkona þín sem kemur svo oft og talar um mat við þig?" Þá var verið að tala um Björgu sem hér deilir uppskrift frá ömmu sinni.