Húsið á Ísafirði #Ísland

Húsið á Ísafirði veitingahús á ísafirði sigurlaug halldór veitingastaður
Húsið á Ísafirði

Húsið á Ísafirði

Um daginn hitti ég mann í Laugardalslaug. Hann spurði hvort ég hefði prófað að borða á Húsinu á Ísafirði, sagðist hafa farið tvo daga í röð um daginn, svo góður hefði maturinn verið.

Ég dreif mig því ásamt Bergþóri, Braga og Rakel. Við hittum fyrir Sigurlaugu sem rekur staðinn ásamt eiginmanni sínum, Halldóri. Hún er eins og margir Ísfirðingar, eins og maður hafi alltaf þekkt hana, indæl og blátt áfram. Þau hjónin hafa rekið staðinn frá upphafi (opnuðu á páskum 2012), gerðu húsið upp og leyfðu því að halda karakter, en þarna er verulega hlýlegt.
Öll fengum við okkur tilboð dagsins, sem samanstendur af þremur réttum á 4.900.- en hægt er að velja hvaða aðalrétt sem er og hvaða eftirrétt sem er. Forrétturinn er hins vegar fiskisúpa með fiski dagsins, sem í þetta skiptið var lúða.

HÚSIÐÍSAFJÖRÐUR —  FERÐAST UM ÍSLAND

.

Fiskur dagsins var steikt lúða með kaperssósu
Bragi, Bergþór, Albert og Rakel á Húsinu
Ljúfengt og mjúkt nautaribeye með Bernaise
Sjávarréttasúpan er löguð daglega og ekki skrýtið, því að hún er alveg himnesk, matarmikil og bragðgóð.
pitsa
Gamaldags góð rjómaterta
Gulrótaterta
Húsið á Ísafirði

RJÓMATERTAGULRÓTATERTASJÁVARRÉTTASÚPUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Biðraðir við búðakassa – hver fer fyrstur í nýju röðina?

Biðraðir í búðum - hver fer fyrstur í nýju röðina? Við Bergþór vorum beðnir að koma í þættina Með okkar augum í Sjónvarpinu og tala um góða siði við Steinunni Ásu. Í fyrsta þættinum var meðal annars rætt um biðraðir við búðakassa og hver fer fyrstur þegar starfsmaður kemur hlaupandi og opnar nýjan afgreiðslukassa

Bleikt síðdegiskaffiboð Örnu Guðlaugar

Bleikt síðdegiskaffiboð. Það er kunnara en frá þurfi að segja að alvöru tertuboð veita mér gríðarlega ánægju. Arna Guðlaug Einarsdóttir hélt extra fínt síðdegiskaffiboð með bleiku þema fyrir nokkrar vinkonur sínar en þær bjuggu allar í Brussel á sama tíma. Ein tertan var sérstaklega mér til heiðurs með tilheyrandi merkingu sem Hlutprent útbjó listafallegt. Arna tekur að sér að baka og skreyta fyrir fólk, hún er með síðuna Kökukræsingar Örnu.

Fyrstu tveir mánuðirnir með Elísabetu næringarfræðingi – myndband

Tveimur mánuðum eftir að ég fór á fyrsta fundinn með Elísabetu Reynisdóttur næringarfræðingi hefur margt gerst og margt verið prófað. Fyrsta skrefið var að fara yfir matarsöguna í grófum dráttum frá barnæsku, matartengt hegðunarmynstur og halda matardagbók. Síðan brettum við upp ermar; ostur var tekinn úr, cayennepipars,-sítrónu,- og ólífuolíudrykkur daglega, kolvetni minnkuð og seinna fóru þau alveg út. Allt þetta er mjög hressandi og vel þess virði að prófa. Myndbandið er samantekt eftir fyrstu tvo mánuðina.