Dalatangarúgbrauðsterta

Rúgbrauðsterta Marzibil á Dalatanga Klifbrekkufossar otto wathne seyðisfjörður marzibil erlendsdóttir dalatangi viti dalatangaviti mjóifjörður rangmiga
Rúgbrauðsterta Marzibil á Dalatanga

Dalatangarúgbrauðsterta

Það er ógleymanlegt að fara í Mjóafjörð og renna alla leið út á Dalatanga. Þangað er meira og minna ófært yfir veturinn, en vitagæslumaðurinn Marzibil Erlendsdóttir lætur það nú ekki á sig fá, en með henni býr dóttir hennar, Aðalheiður Elfríð Heiðarsdóttir, íslenskufræðingur.

Þær eru hressar í bragði og leiðist greinilega aldrei, þó að einangrunin sé talsverð yfir veturinn, enda er alltaf nóg að gera við veðurathuganir, border collie ræktun o.m.fl. Við vorum svo heppnir að fá að fara inn og upp í vitana, bæði gamla frá 1895, sem var raunar annar vitinn sem byggður var á Íslandi og stóra vitann, sem lýsir sjófarendum í dag. Nokkrum Frökkum þótti ekki leiðinlegt að fylgja okkur í þessa skoðunarferð, ekki síst þegar Marzibil kveikti á þokulúðrinum. Það er sko enginn smáræðis hávaði.

Ég heyrði í Marzibil í vetur, en þá sagðist hún eiga ágæta uppskrift að rúgbrauðstertu. Það var nú kannski ekki síst þess vegna sem við brugðum undir okkur betri fætinum yfir Mjóafjarðarheiði og alla leið þangað sem vegurinn endar. Og það stóð heima, rúgbrauðstertan var alveg ljómandi bragðgóð, en leynivopnið var sennilega bananar í rjómanum.

MJÓIFJÖRÐURDALATANGIRÚGBRAUÐSTERTUR RÚGBRAUÐTERTUR

.

Dalatangarúgbrauðsterta

4 eggjarauður
200 g sykur
125 g mjög fínrifið rúgbrauð, ekki mjög sætt
1 msk kakó
1 msk kartöflumjöl
1 tsk lyftiduft
4 eggjahvítur

Þeytið eggjarauður og sykur vel saman. Rúgbrauðsmylsnu, kartöflum, kakói og lyftidufti blandað saman og sett úti eggjahræruna ef það er og þykkt þá má setja smá volgt vatn útí. Þeytið eggjahvítur vel og lengi og skornar útí.

Setjið í 2 form og bakið á 180°C þangað til að kakan er til (ca 20mín). Best að hafa álpappír i formunum.

Þeytið 1/2 l rjóma og brytjið 1 banana saman við og setjið á milli botnanna ásamt 2 msk af brytjuðu súkkulaði. Setjið svolítið af þeyttum rjóma yfir og saxað súkkulaði til skrauts.

.

 

Með Marzibil Erlendsdóttur vitaverði á Dalatanga
Í Dalatangavita, gamli vitinn sést í baksýn. Hann lét Otto Wathne á Seyðisfirði byggja árið 1895.
Klifbrekkufossar innst í Mjóafirði
Rangmiga
Rúgbrauðstertan

MJÓIFJÖRÐURDALATANGIRÚGBRAUÐSTERTUR RÚGBRAUÐTERTUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.