Afar góð hnetusteik

Rikka hnetusteik

Afar góð hnetusteik

Eins og undanfarin ár verður hnetusteik á borðum hér á jólunum. Trúið mér, það er jafn mikil tilhlökkun eftir jólahnetusteikinni og öðrum jólasteikum – ætli megi ekki bara vísa í þekktan jólatexta og tala um indælasteik. Í jólamatreiðsluþætti á Stöð 2 elduðum við Rikka þessa steik saman ásamt brúnuðum kartöflum , rauðkáli og sveppasósu.

HNETUSTEIKURJÓLINSVEPPASÓSUR

.

Afar góð hnetusteik

1 laukur, saxaður smátt

½ rautt chili

góð olía til steikingar

1 askja sveppir, saxaðir smátt

200 g malaðar heslihnetur

200 g malaðar möndlur

ca 7 sneiðar heilhveitibrauð (til að binda saman)

u.þ.b. 200 ml grænmetiskraftur

1 væn tsk oregano

1 væn tsk timían

salt og nýmalaður pipar

fersk basilíka

Steikið lauk og chili í svolítilli olíu, takið frá. Steikið niðursneidda sveppi í olíu, takið frá. Malið heslihnetur og möndlur (hnetublandan má vera eftir smekk, en notið þó minna af feitum hnetum, eins og kasjú eða valhnetum). 

Setjið hnetublönduna í skál, bætið lauk og sveppum út í, hrærið saman.

Soði er bætt út í smám saman til skiptis við smátt rifið brauðið. Deigið á að vera eins og nokkuð þétt brauðdeig (ekki hægt að hella). Ef það er of blautt, þarf að bæta brauði út í og ef það er of þurrt, þarf að bæta soði út í.
 Smakkið deigið til með pipar og þurrkuðu oregano (eða einhverju grænu). Það fer eftir kraftinum sem notaður er, hvort þarf meira salt, en líklega þarf að salta eitthvað.

Setjið þrjú basilikum lauf, rósmaríngrein eða annað skraut í botninn á sílikon brauðformi og látið deigið þar ofan á, ekki of þykkt lag (hafið þá frekar fleiri form). Ef formið er ekki úr sílikoni, er best að nota bökunarpappír.

Setjið í ofn 45-60 mínútur, fylgist með, hiti 180-200°.

Ofnbakað meðlæti (fylling)

1 laukur, saxaður

1 sellerístilkur, saxaður

½ askja sveppir, saxaður

ca 1 tsk Húnagull frá Prima

ca 3 seiðar af góðu heilhveitibrauði

u.þ.b. bolli af góðum grænmetiskrafti

1 b pekanhnetur (eða valhnetur), ristaðar á pönnu og saxaðar gróft

1 grænt epli, saxað

salt og pipar

smá hunang.

Steikið lauk, sellerí og sveppi í smá olíu þannig að brúnist, en soðni ekki. 

Setjið brauð og grænmetiskraft í pott, brauðið rifið smám saman og allt hrært vel saman, ekki of blautt, en samt aðeins blautara en hnetusteikin. 

Þá er ristuðum hnetum ásamt eplum, salti, pipar og hunangi bætt út í. Hrærið saman og smakkið til.

 Setjið í eldfast form, þjappið vel og bakið með loki eða álpappír yfir í sirka 50 mín við 150-200 gráðu hita. Lokið tekið af síðustu 20 mínúturnar.

Rikka

HNETUSTEIKURJÓLINSVEPPASÓSUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla
Næsta færsla