Bessastaðakökur

Bessastaðakökur, smjörkökur skírt smjör hvernig á að skíra smjör hvað er að skíra smjörArnar Kormákur, Bessastaðir, Vigdís Finnbogadóttir, jakóbína Thomsen, Grímur Thomsen, smjörkökur forsetinn forsetasetrið sauðlauksdalur
Bessastaðakökur

Bessastaðakökur

Áferðin á verðlaunasmákökum Kormáks minnti dómefndina á Bessastaðakökur. Vigdís Finnbogadóttir, sem var með okkur í dómnefndinni, er einstaklega fróð um alla heima og geima eins og alþjóð veit og auðvitað var ekki komið að tómum kofunum þegar talið barst að smákökum og öðrum bakstri. Þegar heim var komið fletti Vigdís upp í máðri handskrifaðri uppskriftabók sinni og deildi með okkur eftirfarandi um Bessastaðakökur:

„Föðursystur mínar, aldar upp á prestssetrinu í Sauðlauksdal upp úr fyrri aldamótum, -(en þar bauð prestsmaddaman hún amma mín sóknardætrum oft að koma að læra hannyrðir og matargerð), bökuðu alltaf þessar kökur fyrir jólin og gáfu okkur í fjölskyldunni í fallegum kössum fyrir hátíð. Þær sendu meira að segja box til æskuvinkonu minnar í Ameríku, þegar hún dvaldi þar um jól. En Bessastaðakökur voru þær kallaðar af því að þær voru sagðar ættaðar frá Jakobínu Thomsen, konu Gríms Thomsens þegar hann bjó á Bessastöðum á síðari hluta 19. aldar. Svo það er skáldakeimur af þessum mögnuðu smákökum.

🇮🇸

BESSASTAÐIRVIGDÍS FINNBOGADÓTTIRSMÁKÖKURSAUÐLAUKSDALURSKÍRT SMJÖRFORSETIJÓLAUPPSKRIFTIR —  VINSÆLUSTU SMÁKÖKUUPPSKRIFTIRNAR —

🇮🇸

Vigdis Finnbogadóttir, Albert Eiriksson, Bergþór Pálsson
Bergþór, Vigdís og Albert

„Ég tók með mér þessa uppskrift þegar ég flutti til Bessastaða og þær voru alla mína tíð bakaðar þar – reyndar allan ársins hring – og bornar fram í silfurskál (eins og konfekt) með kaffi (og aðeins þær sem bakkelsi) öllum þeim sem komu í stutt viðtöl eða með einhver erindi, – það var alltaf öllum boðið kaffi að gömlum sveitasið.“ segir Vigdís forseti.

Bessastaðakökur

250 g hveiti

250 g smjör

125 g sykur

125 g flórsykur

grófur sykur

gróft malaðar möndlur (hnetur)

Smjörið brætt, látið storkna aftur og öll syrja skafin neðan af (skírt smjör). Blandið hveiti og sykri saman, myljið smjöri saman við. Hnoðið vel. Fletjið út en ekki mjög þunnt. Mótið frekar litlar kringlóttar kökur. Penslið eggi á miðjuna og stráið á grófum sykri og möndlum. Bakið við 180° í 9-10 mín.(fer eftir ofnum)

Þó ég sé talsmaður þess að minnka sykur í tertum og kökum gerði ég það ekki núna í þessari uppskrift en bætti við 1/2 tsk af salti. Eggið, möndlurnar/hneturnar og sykurinn eiga að vera í lítilli fallegri hrúgu á miðjunni.

🇮🇸

 VINSÆLUSTU SMÁKÖKUUPPSKRIFTIRNARBESSASTAÐIRVIGDÍS FINNBOGADÓTTIRSMÁKÖKURSAUÐLAUKSDALURSKÍRT SMJÖRFORSETIJÓLAUPPSKRIFTIR

— BESSASTAÐAKÖKUR —

🇮🇸

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Dórukex

Dórukex

Dórukex. Hef marg oft áður skrifað hér um matarást mína á Dóru í eldhúsi Listaháskólans, af henni hef ég lært fjölmargt í gegnum tíðina. Dóra hefur sérhæft sig í hollum og góðum mat, mat sem fólk á öllum aldri ætti að borða daglega (mest grænmeti, hnetur, ávextir, fræ og lítið af dýraafurðum). Heilsa okkar er beintengd því sem við borðum, það er ágætt að hafa hugfast að flestir svonefndir menningarsjúkdómar eru matartengdir.

Hríseyjarfiskisúpan góða

 

 

Hríseyjarfiskisúpan góða. Víða um Ísland leynast sælkeraáningastaðir sem vert er að stoppa við, líta inn, svala forvitninni, fá sér að borða eða taka með lítilræði. Aðalsteinn Bergdal einkaleiðsögumaður okkar í Hrísey byrjaði á að fara með okkur til Bigga bakara í Eyjakaffi í Brynjólfshúsi í fiskisúpu.  Þau hjónin ákváðu að breyta sumarhúsi sínu í kaffihús. Þarna sátum við næstum því í fjöruborðinu, borðuðum dásemdar fiskisúpu með þorski í sem veiddur var rúmum klukkutíma áður. Með kaffinu á eftir fengum við okkur tertusneiðar sem bakarameistarinn galdraði fram. Gríðarlegur metnaður í Eyjakaffi vel gert.

Blómkálssalat með rúsínum

Blómkálssalat með rúsínum

Blómkálssalat með rúsínum. Heiðurshjónin Elísa og Kjartan hlupu Laugaveginn um helgina og komu í mat til okkar í hádeginu - spínatlasagna og blómkálssalat. Það er fátt skemmtilegra en að gefa fólki að borða sem tekur hressilega til matar síns. Í upphaflegu uppskriftinni er spergilkál en það það var því miður ekki til í búðinni. Gæti trúað að gott væri að hafa blómkál og spergilkál til helminga. Á myndinni er Kjartan sá sami og grillaði lambalærið ægigóða hér um árið