Orkudrykkir – dauðans alvara

Rekja má hjartsláttartruflanir til orkudrykkja og dauðans alvara orkudrykkir hættulegir
Rekja má hjartsláttartruflanir til orkudrykkja. Það getur verið dauðans alvara að drekka orkudrykki

Orkudrykkir – dauðans alvara

Með einfaldri netleit má finna eitt og annað um orkudrykki, til dæmis að þeir hafi miður góð áhrif á hjartað og talið er að andlát megi rekja til þeirra. Hér eru bútar út greinum um orkudrykki sem birst hafa á netinu að undanförnu.

.

ORKUDRYKKIR

.

Af vef Landlæknis:

Hvað eru orkudrykkir? Orkudrykkir eru drykkir með háu innihaldi koffíns auk þess sem algengt er að þeir innihaldi vatnsleysanleg vítamín, stundum í miklu magni, svo sem taurín, glucuronolactons, amínósýrur, ofl. Orkudrykkir innihalda ekki meiri orku (hitaeiningar) en margir aðrir drykkir og í dag er í raun algengt að þeir séu hitaeiningasnauðir. Þessara drykkja er neytt með það að markmið að ná fram örvandi áhrifum. — LANDLÆKNIR

Af vef MAST:

Orkudrykkir. Drykkir sem neytt er með það að markmiði að ná fram örvandi áhrifum eru almennt kallaðir orkudrykkir. Þetta samheiti er þó villandi þar sem það gefur til kynna að um orkugefandi drykki sé að ræða. Svokallaðir orkudrykkir innihalda samt ekki meiri orku, þ.e. hitaeiningar, en margir aðrir drykkir og í dag eru orkudrykkir sem eru í raun hitaeiningasnauðir. Svokallaðir orkudrykkir innihalda allir koffín og flestir innihalda þar að auki önnur virk efni, svo sem ginseng eða útdrætti (e. extract) úr öðrum plöntum. — MAST

AF ÁTTAVITINN.IS:

Kostir og gallar þess að drekka orkudrykk. Ávinningurinn af því að drekka orkudrykki er ekki kostnaðarlaus og getur mikil neysla þeirra haft langvarandi og skaðleg áhrif á neytendur. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO), sem hefur lagst yfir rannsóknir á áhrifum orkudrykkjum, þá er ástæða til að óttast auðvelt aðgengi og mikla neyslu orkudrykkja. Þar sem neysla og sala orkudrykkja er ekki undir neinu eftirliti, ólíkt vörum á borð við áfengi og tóbak, þá er auðvelt fyrir ungt fólk að nálgast þessar vörur. — ÁTTAVITINN

Doktor.is:

Úr grein Betu Reynis næringarfræðings á Doktor.is: Lokaorð mín til ykkar eru: takið ábyrgð, haldið neyslu orkudrykkja í lágmarki og veljið frekar vatn sem svaladrykk við þorsta. Ekki láta auglýsingar og markaðsherferðir plata ykkur upp úr skónum, þið eruð klárari en það og það veit ég.

Trúið mér, þið verðið svo miklu kátari og glaðari með því að drekka vatn. Svo munið þið líka sofa aðeins betur með minni neyslu koffeins. Það hvernig okkur líður andlega og líkamlega skiptir svo miklu máli, og þar hafa umhverfisþættir mikið að segja. Ekki drekka of mikið af orkudrykkjum því það hefur áhrif á umhverfið, hvert og eitt okkar viljum og þurfum að hugsa um hvað við getum gert til að minnka kolefnissporin okkar.  Sýnum ábyrgð um leið og við njótum lífsins sem best.

.

— ORKUDRYKKIR – DAUÐANS ALVARA —

.

 

.

–DEILIÐ: ORKUDRYKKIR – DAUÐANS ALVARA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.