Auglýsing

Mígreni og matur – reynslusaga. Áður hefur birst hér um hvað gerðist hjá mígrenisjúklingi eftir að mataræðið var tekið í gegn. Á dögunum fékk ég sent bréf frá konu:
Maðurinn minn var mjög illa haldinn af migreni sem ungur maður, fékk 2-3 köst í mánuði og þau stóðu oft lengi. Ég lagðist í rannsóknarvinnu um þetta og komst að því að aukefnin, svokölluð E-efni eru honum verst.
Þau er að finna í unnum matvælum sem við tókum algerlega út úr mataræðinu, sem og ALLAR KRYDDBLÖNDUR. Það er nokkuð sem fólk varar sig ekki á.
Migrenvaldarnir geta legið í samsetningu fæðunnar, ekki í hverri fæðutegund fyrir sig. Hann getur td. borðað osta í dag (fer samt varlega í það) og drukkið rauðvín, en ef hann drekkur kók og borðar ost saman… þá er voðinn vís. Og hann getur borðað dökkt súkkulaði með rauðvíni, en ekki endilega með öðrum drykkjum. Fólk þarf að prófa sig mikið áfram og svo skiptir miklu að hafa rútínuna í lagi; fara helst alltaf að sofa á svipuðum tíma og vakna á svipuðum tíma, þótt maður megi sofa út. Þá er betra að leggja sig aftur síðar því það er nefnilega þessi líkamsklukka sem hefur svo mikið að segja.

Auglýsing

Mígrenieinkenni geta verið afskaplega ólík og mjög persónubundin. Hver og einn þarf því að finna það sem honum hentar – eða kannski hentar ekki. Við tökum til dæmis ekki sénsinn á kínverskum mat nema heima hjá okkur, því of oft hefur það haft vondar afleiðingar, þar sem MSG er algengt í kínverskum réttum.
Dóttir okkar var og er migrensjúklingur en hennar einkenni eru allt öðruvísi en hjá pabbanum, sem er líka mjög algengt, þ.e. að einkenni birtist öðruvísi hjá konum en körlum. Oft tengjast mígreneinkenni kvenna kynþroska, tíðahring og breytingaskeiði og t.d. er algengt að konur losni við mígreneinkenni eftir tíðahvörf. Svo áhugavert sem það nú er! En allt er þetta reyndar mjög áhugaverð stúdía, finnst mér amk, því við sáum svo miklar og jákvæðar breytingar á til þess að gera skömmum tíma. Maðurinn sem var á leið inn á spítala í afeitrun var allt í einu orðinn lyfjalaus af því við fjarlægðum ákveðna þætti úr mataræðinu.

-Mitt fólk forðast reykt kjöt því það kallar fram einkenni.
Okkar tilfinning er sú að það tengist því að oft er notaður saltpétur, kalíum nítrat, í bæði reykt og saltað kjöt, sem fer illa í marga mígrensjúklinga.
-Sagt er að saltpétur sé krabbameinsvaldandi, en ég hef sjálf ekki kynnt mér þær kenningar.  Sama má raunar segja um MSG, sem er auðkennt með E-621.
-Gott að árétta þetta með kryddblöndurnar;, í þeim er oft sitthvað sem engum er hollt, hvorki mígrensjúklingum né öðrum.

Sjá fleiri færslur: MATUR LÆKNAR