Auglýsing
Skonsubrauðterta með sjávarréttasalati skonsur brauðterta síldarsalat salat brauð
Skonsubrauðterta með sjávarréttasalati

Skonsubrauðterta með sjávarréttasalati

Er að missa mig í brauðtertunum. Á milli fór hefðbundið rækjusalat plús surimi. Ofan á eru soðin egg, laxamús úr túbu frá ABBA (samt ekki hljómsveitinni…), síld, rækjur, rauðlaukur, gúrkur og steinselja. Það er nú eins með þessar brauðtertur og allar hinar; Gefið hugmyndafluginu lausan tauminn þegar þið farið að skreyta.

BRAUÐTERTUR — SAUMAKLÚBBAR – BRAUÐRÉTTIRSÍLD

Auglýsing

.

Skonsubrauðterta

3 egg

1⁄3 bolli sykur

3 bollar hveiti

3 tsk. lyftiduft

1 tsk. salt

mjólk eftir þörfum

Aðskiljið eggin, þeytið eggjahvíturnar vel. Þeytið síðan saman eggjarauður, sykur, salt og 2 dl mjólk. Hrærið hveiti og lyftidufti saman við. Bætið mjólk í eftir þörfum. Setjið að síðustu þeyttar eggjahvítur út í deigið og hrærið varlega saman. Bakið á pönnu, t.d. pönnukökupönnu. Það er svo smekkur hvers og eins hve þykkar kökurnar eiga að vera.

Skonsubrauðterta með sjávarréttasalati
Skonsubrauðterta með sjávarréttasalati

.

BRAUÐTERTUR — SAUMAKLÚBBAR – BRAUÐRÉTTIRSÍLD

— SKONSUBRAUÐTERTA MEÐ SJÁVARRÉTTASALATI —

.