Sítrónuostakaka Jónu

Sítrónuostakaka Jónu jóna matthildur sítróna ostakaka terta kaka ostaterta með sítrónu lu kex
Sítrónuostakaka Jónu

Sítrónuostakaka Jónu

Sítrónuostakaka var hluti af glæsilegu kaffiboði Jónu Matthildar Borðið svignaði undan kaffimeðlætinu

OSTAKÖKURSÍTRÓNURJÓNA MATTHILDUR

.

Sítrónuostakaka Jónu

Botn:

½ pakki LU karamellu og kanil
½ pakki haust hafrakex
6 hraun bitar
1 msk sykur
50 gr smjör brætt
Allt sett í mixer og síðan þrýst niður í 26-8 cm smelluform bakað á 210°C í 7 mín kælið

Fylling:

400 gr rjómaostur
500 gr rjómi
1 dl sykur
2 dl mjólk
Safi úr ½ sítrónu
2 tsk vaniludropar
1 pakki sítrónuhlaup Royal +1 bolli soðið vatn og ½ bolli kalt
8 matarlímsblöð

Rjómi þeyttur og settur til hliðar

Rjómaostur, sykur þeytt saman mjólk, vaniludropar og sítrónusafi sett út í
Matarlímið lagt í kalt vatn í nokrar mínóutu
Sitrónuhlaupið sett í skál og 1 bolli soðið vatn helt yfir og hrært vel matarlímsblöð undin upp úr kalda vatninu og sett út í hrært vel með gafli þar til allt er vel tært og engir þræðir þá er settur ½ bolli kalt vatn og hrært varlega saman við ostablönduna síðan er rjómin hrærður saman við með sleif og helt yfir botnin kælt i 2 -10 tima.

Hlaup:
Sítrónuhlaup Royal 1 pakki +1 bolli soðið vatn og ½ bolli kalt
Sitrónuhlaupið sett í skál og 1 bolli soðið vatn helt yfir og hrært vel ½-1 bolli kalt vatn sett út í helt ofan á fyllinguna nota matskeið og hella í hana svo fylling skemmist ekki.

Sykruð sítróna skraut ekki nauðsyn
2 bollar sykur
1 bolli vatn
4-5 Sítrónur aðeins börkur þvegnar mjög vel

Sykur og vatn soðið í síróp ca 30 mín setja dropa á disk til að sjá hvort hann haldist til að vita hvort sírópið se tilbúið lækka hitan og vera búin að þvo og rífa börkin af sítrónunum passa að hvíta komi ekki með þvi þá stífnar börkurin síður setjið börkin ekki allan í einu og mótið eða leikið ykkur með börkin og látið kólna á smjörpappír

Glæsilegt kaffiboð Jónu Matthildar Frá vinstri: Þórkatla, Aðalheiður, Ólöf, Jóna Matthildur, Halldóra (Dóra) Braghildur og Stella.
Glæsilegt kaffiboð Jónu Matthildar Frá vinstri: Þórkatla, Aðalheiður, Ólöf, Jóna Matthildur, Halldóra (Dóra) Braghildur og Stella.

Glæsilegt kaffiboð Jónu Matthildar Frá vinstri: Þórkatla, Aðalheiður, Ólöf, Jóna Matthildur, Halldóra (Dóra), Braghildur og Stella.

OSTAKÖKURSÍTRÓNURJÓNA MATTHILDUR

— SÍTRÓNUKAKA JÓNU —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Fíflasíróp

Fíflasíróp. Hættum nú í eitt skipti fyrir öll að agnúast út í fíflana, þeir eru harðgerðir og ekkert vinnur á þeim. Sættist við fallega túnfífla og nýtið þá.

Pulled pork

Pulled Pork

Pulled pork. Kjartan Örn, sá hinn sami og galdraði fram vinsælt lambalæri hér um árið, á heiðurinn af pullok pork-inu. Hann segir er að þetta sé fyrir marga ögrun í grillmennskunni og að þrátt fyrir langan undirbúning sé þetta einföld matreiðsla.