Ferðaþríeykið Bergþór, Páll og Albert leggja land undiir fót í sumar. Mynd Kristinn Magnússon/Morgunblaðið
FERÐAST UM ÍSLAND. Í sumar verður áhersla á ferðalög innanlands hér á síðunni sem þá breytist í matar- og ferðasíðu. Við ætlum að leggja land undir fót, heimsækja alla landshluta og deila hér því sem á vegi okkar verður. Efst síðunni er hnappurinn FERÐAST UM ÍSLAND, þar undir birtast færslurnar eftir landshlutum.
Fyrir stuttu fórum við á Gullfoss og Geysi og seinna til Þingvalla. Þar á báðum stöðum urðum við heillaðir af allri þeirr uppbyggingu sem hefur átt sér stað síðustu ár. Ánægjulegt er að sjá merkingar, göngustíga og annað til að auðvelda aðgengi ferðafólks og auka upplifun þeirra.
Svo þetta sé nú alveg á hreinu þá er þetta einungis gert okkur til ánægju, ekki er um að ræða að þeir staðir sem við heimsækjum greiði fyrir umfjöllun. Við tökum með ánægju við ábendingum frá ferðaþjónustufólki sem vill fá okkur í heimsókn og umfjöllun á blogginu, síðu sem fær hátt í tíu þúsund heimsóknir á dag. Þið megið gjarnan benda ferðaþjónustufólki þennan möguleika
Það fylgja því ótvíræðir kostir að hafa góðan veðurfræðing með í för, hér tekur Páll veðrið í Breiðdalnum
Rústik í Hafnarstræti er góður kostur í hádeginu. Staðurinn hefur, eins og nafnið gefur til kynna, svolítið gróft yfirbragð með upprunalegum bitum með stórum bilum. Samt sem áður eru innréttingar notalegar. Uppi er líka salur og annar minni, með 12-14 manna borði, upplagður fyrir fundi eða smærri hópa. Á Rústik er fjölbreyttur og góður matur og víst að allir finna þar eitthvað við sitt hæfi
Vínberjaterta með pistasíum. Ó! það er svo gaman að baka. Baka, baka, baka :) Kannski ekki mjög algengt að hafa vínber, pistasíur og marsipan í einni og sömu tertunni. Amk var ég aðeins tvístígandi hvort ég ætti að prófa, en ég sé ekki eftir því. Óskaplega góð bragðgóð terta og eiginlega betri daginn eftir.
Súkkulaðikasjú-smákökur. Ætli megi ekki segja að jólaundirbúningurinn sé hafinn, amk voru útbúnar hér smákökur í dag. Foreldrar mínir komu í kaffi í dag og pabbi var ánægður með kökurnar EN það ber að taka fram að hann fékk ekki að vita að þetta eru óbakaðar smákökur…. Hvað um það, mjööööög auðveldar og fljótlegar. Setjið á ykkur svunturnar, þvoið ykkur um hendurnar og hefjist handa…. 🙂